Gerast áskrifandi

Index: 0

Terta í trollpokann

5.11.2015

Það má segja að áhöfnin á ísfisktogaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni AK hafi fengið rjómatertu í veiðarfærin fyrir nokkru en þá kom Guðmundur Gunnarsson, þróunarstjóri veiðarfæra hjá Hampiðjunni, um borð og færði skipverjum myndarlega tertu fyrir brottför skipsins frá Reykjavík. Tilefnið var að undanfarin tvö ár hefur áhöfnin á Sturlaugi náð frábærum árangri með T90 trollpokanum með DynIce Quicklínunum frá Hampiðjunni.

,,Þann 14. október sl. voru liðin nákvæmlega tvö ár frá því að Sturlaugur H. Böðvarsson fór með T90 pokann með 155 mm möskva til þorskveiða á Vestfjarðamiðum. Árangurinn hefur farið fram úr björtustu vonum og okkur þótti því tilefni til að minnast þessara tímamóta. Rjómaterta varð fyrir valinu og hún er lítilsháttar þakklætisvottur fyrir það farsæla samstarf sem við hjá Hampiðjunni höfum átt við Eirík Jónsson skipstjóra og hans menn á þessum tveimur árum,“ segir Guðmundur.

Að sögn Guðmundar var tækifærið notað fyrr í vikunni til að skipta um net í trollpokanum.

,,Við notuðum hins vegar sömu DynIce Quicklínurnar aftur. Þær voru mældar upp og stóðu þær sama mál og var á þeim í  upphafi,“ segir Guðmundur en þess má geta að nú stendur yfir umsóknarferli vegna einkaleyfisréttar Hampiðjunnar á framleiðslu T90 trollpokans.

Please fill in the below details in order to view the requested content.