Gerast áskrifandi

Index: 0

Víkingur AK-100, hið nýja uppsjávarskip HB Granda

6.01.2016

Nýjasti veiðarfærabúnaður frá Hampiðjunni

„Hið nýja og glæsilega skip HB Granda, fjölveiðiskipið Víkingur AK-100 sem kom til landsins fyrir jól, er búið öllum nýjustu veiðarfærum sem Hampiðjan hefur upp á að bjóða,“ segir Haraldur Árnason markaðs- og sölustjóri veiðarfæradeildar Hampiðjunnar í samtali við heimasíðuna.

Þrjú Gloríu flottroll og flottrollspokar

Veiðarfærin sem keypt voru fyrir Víking eru Gloría 2048 Elipsa flottroll, sem hentar afar vel til kolmunna- og síldveiða, að sögn Haraldar. Sömuleiðis verður skipið útbúið með nýju Gloríu 1760 m yfirborðstrolli sem Haraldur segir að komið hafi mjög vel út í makrílveiðinni á síðasta ári. Nýjasta veiðarfærið, sem fer um borð, er 1408 Gloríu flottroll tilbúið til notkunar í loðnuveiðinni út af Norð-Austurlandi. Þá má nefna að skipið er útbúið  þremur öflugum 90 metra löngum dælupokum. Tveir þeirra eru með svokölluðu standard neti og sá þriðji með T90 neti.

Stærðarstillanlegir Thyborøn hlerar

„Hlerar skipsins eru af nýrri gerð, svokallaðir Flipper T20, stærðarstillanlegir flottrollshlerar frá Thyborøn í Danmörku. Þeir eru hvor um sig 15 fermetrar að stærð og vega 4.000 kíló, segir Haraldur.  

DynIce útbúnaður skipsins

Víkingur  er með nýjar DynIce togtaugar og DynIce Data kapal um borð og eru DynIce togtaugarnar 36 mm að þykkt.  Hvor taug er 2.425 m löng og með stlitstyrk upp á 99T, en DynIce kapallinn er 12,4 mm í þvermál og 2.880 m langur.  Allir grandarar, bakstroffur og gilsar eru einnig úr DynIce köðlum.

 ,,Við í Hampiðjunni óskum HB Granda og áhöfn Víkings AK-100 til hamingju með þetta nýja og glæsilega skip,  og óskum þeim velfarnaðar og fengsældar í framtíðinni,” segir Haraldur Árnason að lokum.Ávarp Vilhjálms Vilhjálmssonar forstjóra HB Granda við móttökuathöfn nýja skipsins
Með Vilhjálmi forstjóra á myndinni eru frá vinstri:
Eðvarð Ingólfsson, sóknarprestur Akraneskirkju
Albert Sveinsson skipstjóri á Víkingi AK-100
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness
Einar Kr. Guðfinnsson forseti Alþingis og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.

Ljósmyndir: Kristján Maack

Please fill in the below details in order to view the requested content.