Skip to main content
Financial

Hampiðjan hf. lýkur við kaup á P/f Von

By 20/06/2016No Comments

Í tilkynningum þann 15. mars og 21. apríl síðastliðinn tilkynnti Hampiðjan að félagið hafi gengið frá kaupum á 95,7% eignarhlut í færeyska fyrirtækinu P/f Von.  Að teknu tilliti til þeirra hluta sem Hampiðjan átti fyrir í félaginu og eigin hlutabréfum P/f Von mun Hampiðjan fara með um 98,2% af hlutafé félagsins. Kaupverðið nemur 333 milljónum danskra króna eða um 44,8 milljónum evra.

Öll skilyrði kaupsamnings vegna hlutanna hafa nú verið uppfyllt og mun Hampiðjan taka yfir rekstur félagsins á næstu dögum.

Kaupin eru fjármögnuð með láni frá Arion banka hf. að fjárhæð 36 milljónum evra og handbæru fé Hampiðjunnar.

Líkt og áður hefur komið fram er Von móðurfélag þriggja meginfélaga;  P/f Vónin í Færeyjum, Vonin Refa A/S í Noregi og UAB Vonin Lithuania. Velta Von samstæðunnar á síðasta ári var 59,3 milljónir evra, EBITDA var 6,9 milljónir evra og heildareignir samstæðunnar voru 55,7 milljónir evra.

Eftir kaupin mun Hampiðjan vera með starfsemi í 12 löndum og starfsstöðvarnar verða alls 35 talsins. Fyrir utan að styrkja þjónustunet Hampiðjunnar umtalsvert þá bætist við úrval af veiðarfærum og ekki síst mikil þekking og reynsla í gerð fiskeldiskvía sem henta erfiðum aðstæðum á norðurslóðum.

Fyrirsjáanleg samlegðaráhrif eru mikil og töluverðir hagræðingarmöguleikar eru til staðar ásamt stuðningi samstæðufélaganna við starfsemi hvers annars.

  

Nánari upplýsingar veitir:

Hjörtur Erlendsson
forstjóri Hampiðjunnar

Sími 664 3361