Á árinu gekk Hampiðjan hf. frá kaupum á öllu hlutafé í Fjarðanetum ehf. Tilgangur kaupanna var að undirbúa flutning á starfsemi Hampiðjunnar á Íslandi í eitt félag. Nafni Fjarðaneta verður breytt í Hampiðjan Ísland ehf. og sá hluti starfsemi Hampiðjunnar sem snýr að veiðarfæragerð, sölu og þjónustu á Íslandi verður færður inn í það félag.
Með þessari breytingu verður skýrari fókus á sölustarfsemi á Íslandi og betri og heildstæðari þjónusta við viðskiptavini félagsins. Samhliða þessu verður skilið á milli sölu á veiðarfæraefni og sölu á veiðarfærum með skýrari hætti líkt og er með önnur félög innan Hampiðjusamstæðunnar erlendis.
Áætlað er að breytingin komi til framkvæmda þann 1. janúar 2019.
Eftir sameininguna verða starfsstöðvar Hampiðjunnar á Íslandi í Reykjavík, Vestmannaeyjum, Neskaupstað, Akureyri og á Ísafirði. Starfsmenn Hampiðjan Ísland verða um 60 talsins eftir breytinguna.
Nánari upplýsingar veitir:
Hjörtur Erlendsson
Forstjóri Hampiðjunnar
Sími: 6643361