Vísað er í tilkynningu frá 12. apríl síðastliðnum um að Hampiðjan hefði undirritað viljayfirlýsingu vegna kaupa á 68% hlut í félaginu Voot Beitu ehf. Hampiðjan hefur nú undirritað kaupsamning vegna kaupanna. Fyrirvari eru gerður varðandi samþykki samkeppnisyfirvalda og stjórna félaganna vegna kaupanna. Stefnt er að endanlegum frágangi og uppgjöri í síðasta lagi þann 16. október næstkomandi. Fram að þeim tíma mun félagið leitast við að ganga frá samningum tengdum kaupunum. Í kjölfarið verður upplýst um endanlegt kaupverð hlutanna.
Frekari upplýsingar veitir Hjörtur Erlendsson forstjóri í síma 664-3361