Skip to main content

Fyrir um tveim árum var hönnuð ný gerð af ofurtógi undir nafninu Prima og skemmst er frá því að segja að þessum nýju ofurtógum var virkilega vel tekið og vinsældirnar hafa vaxið hratt. Tógið er framleitt úr ofurþráðum frá DSM en það fyrirtæki framleiðir einnig Dyneema sem er uppistaðan í DynIce ofurtógunum.

Það er margt sem greinir Prima frá DynIce og má þar nefna  að allir sverleikar eru framleiddir sem 1×12 flétta og hver þáttur samanstendur af grunnþáttum sem eru sérspunnir og íbornir fyrir fléttingu kaðalsins.  Það verndar þráðinn í framleiðsluferlinu og gefur hærri slitstyrk.   Íburðarefnið er ný blanda sem hefur reynst afar vel í notkun og þessi nýi íburður auðveldar mjög splæsningu á Primatógum.   Verðið er afar hagstætt og mun lægra en fyrir DynIce.

Til að mæta mikilli eftirspurn eftir Prima hafa verið hannaðar allar gerðir af ofurtóginu og nú er Prima fáanlegt með fléttuðum hlífðarkápum úr polyester eða ofurþráðum.  Það er þó alltaf mælt með að kápan sé úr sama efni og grunntógið enda getur hærri teygja polyestersins skapað vandamál og svo er nuddþol ofurþráðanna margfalt meira.

Prima er einnig fáanlegt með stífum kjarna og þá með eða án kápufléttu.

Hitastrekkta útgáfan af Prima ber nafnið Prima Plus og þá gildir það sama að hægt er að velja tóg annaðhvort með kápufléttu eða kjarna eða hvoru tveggja.

Prima Plus er afar gott í grandara og hægt er að velja um fjórar grunntegundir sem eru þá sérframleiddar eftir óskum.

Mjög áhugaverð nýjung er Prima grandari með færanlegri kápu og er það tóg selt í löngum lengdum á keflum.  Þá er hægt að framleiða grandara með stuttum fyrirvara því hægt er að mæla lengdina af keflinu og ýta kápunni til og splæsa auga og færa svo kápuna aftur uppá splæsið.   Þá er einnig notuð Primakápa til að verja augað á grandaranum.

Prima Warp er einnig nýjung sem gerir ofurtóg samkeppnishæfara við stálvír í togtaugum.

Ein nýjungin enn er Primanet sem er gert úr sömu ofurþráðum og Primatógið og er það einnig mun hagstæðara í verðum en Dynet og styrkurinn hefur sýnt sig að vera heldur hærri því Primaþræðirnir fara betur í hnút.
Allar þessar nýjungar má sjá í vörulistanum í Primakaflanum og aftast í netakaflanum.  Vörulistann má finna á forsíðu hampidjan.is.