Sex mánaða árshlutareikningur 2011 (fjárhæðir í evrum).
- Hagnaður var 2,6 millj. (6 mán. 2010: 1,6 millj.)
- Rekstrartekjur voru 20,4 millj. (6 mán 2010: 21,7 millj.)
- EBITDA, hagnaður fyrir fjárliði, var 3,3 millj. (6 mán. 2010: 4,2 millj.)
- Hlutdeild í hagnaði HB Granda var 1,4m (6 mán. 2010: -0,1 millj.)
- Heildareignir 30. júní 2011 voru 80,6 millj.
- Eiginfjárhlutfall var 51%.
Rekstur
Rekstrartekjur samstæðunnar voru 20,4 milljónir og drógust saman um 5,8% frá sama tímabili árið áður. Hagnaður fyrir fjárliði (EBITDA) var 16% af rekstrartekjum eða 3,3 milljónir en var 19% eða 4,2 milljónir á sama tímabili í fyrra. Fjármunatekjur ásamt hlutdeild í hagnaði HB Granda að frádregnum fjármagnsgjöldum voru 0,4 milljónir til tekna en voru 1,3 milljónir til gjalda á sama tímabili í fyrra.
Hagnaður tímabilsins var 2,6 milljónir en var 1,6 milljón á sama tímabili í fyrra.
Efnahagur
Heildareignir voru 80,6 milljónir í lok tímabilsins. Eigið fé nam 41,1 milljón, en af þeirri upphæð eru 5,2 milljónir hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga. Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin, var í lok tímabilsins 51% af heildareignum samstæðunnar.
Vaxtaberandi skuldir námu í lok tímabilsins 32,1 milljón og höfðu lækkað um 1,6 milljónir frá áramótum.
Jón Guðmann Pétursson, forstjóri:
Fimmtungs tekjusamdráttur Swan Net Gundry á Írlandi skýrir að stærstum hluta sölusamdrátt samstæðunnar frá sama tíma í fyrra. Rekstur netaverkstæðanna á Íslandi, Danmörku og Nýja Sjálandi gekk vel á tímabilinu. Minniháttar tap var á rekstri netaverkstæðanna í Namibíu, Kanada og Bandaríkjunum. Afkoma verksmiðjunnar í Litháen var lakari en á sama tíma í fyrra en hækkun rekstrarkostnaður, aðallega hráefna, dró úr afkomu félagsins. Sala á ofurtógi til olíuiðnaðar var minni en á sama tíma í fyrra en gott útlit er fyrir sölur á seinni hluta ársins.
Reykjavík 26. ágúst 2011,
Hampiðjan hf.
Hampidjan – Lykiltölur 30.júní 2011.xls
Hampiðjan hf 30 júní 2011.pdf