Dagana 6. til 9. desember nk. mun Hampiðjan standa fyrir hinni árlegu kynningu sinni á veiðarfærum fyrirtækisins í tilraunatanknum í Norðursjávarmiðstöðinni Nordsjöcenter í Hirtshals í Danmörku.
Auk kynningar á því hvernig veiðarfærin virka við sem raunverulegastar aðstæður verða haldnir fyrirlestrar um þróun í gerð veiðarfæra og kynntar nýjungar í flottrollum, botntrollum og hlerum sem Hampiðjan og toghleraframleiðandinn Thyborön bjóða upp ásamt Scanmar sem kynnir veiðistýringarkerfi fyrirtækisins.
Fulltrúar íslenskra útgerða verða að vanda fjölmennir ásamt fulltrúum erlendra útgerða hvaðanæva að úr heiminum.
Flugfélög eru orðin nokkuð ströng á því að hópferðir séu bókaðar með góðum fyrirvara. Við biðjum væntanlega þátttakendur að taka tillit til þess og vera í sambandi við okkur sem fyrst , með nöfn væntanlegra þátttakenda.
Íslenskir þátttakendur fljúga utan 6. desember en brottför heim verður þann 10. desember. Margir nota helgina 9.-11. desember til að spóka sig um í Kaupmannahöfn, enda jólaundirbúningur Dana í hámarki á þessum tíma og borgin skreytt í jólalitunum. Góð stemning hefur alltaf skapast í þessum ferðum og margir sem hitta þar betri helminginn og eiga ánægjulega helgi saman. Hampiðjan hefur pantað hótelherbergi á Mariott hotel Copenhagen http://www.marriott.com/hotels/travel/cphdk-copenhagen-marriott-hotel/ í hjarta Kaupmannahafnar. Þeir sem vilja verja helginni með okkur geta verið í sambandi við Hampiðjuna sem mun sjá um að bóka herbergi fyrir viðkomandi.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Nánari upplýsingar um ferðina og ferðatilhögun má finna gegnum eftirfarandi tengil: