ARÐGREIÐSLUSTEFNA
Stjórn Hampiðjunnar hf. stefnir á sterkan efnahag fyrirtækisins og eðlilegan arð hluthafa.
Stjórn Hampiðjunnar hf. stefnir á sterkan efnahag fyrirtækisins og eðlilegan arð hluthafa.
Stjórn Hampiðjunnar hf. hefur markað félaginu þá stefnu að við útgreiðslu arðs þá skal haft til hliðsjónar að félagið haldi sterkum efnahag og geti mætt þeim sveiflum sem fylgt geta því rekstrarumhverfi sem félagið starfar í. Mikilvægt er að það hafi getu til þess að grípa góð tækifæri til vaxtar og styrkingar fyrir félagið og hluthafa þess.
Stjórnin telur einnig mikilvægt að greiða hluthöfum eðlilegan arð af því fé sem þeir hafa bundið í félaginu. Það er því stefnt að því að félagið greiði hluthöfum sínum árlegan arð sem nemi á milli 30-40% af hagnaði liðins rekstrarárs.
Arðgreiðslustefnan skal aðgengileg á heimasíðu félagsins og skal stjórn taka hana til endurskoðunar eigi sjaldnar en þriðja hvert ár.