Þann 15. mars síðastliðinn tilkynnti Hampiðjan um að félagið hefði gengið frá kaupum á 73,381% eignarhlut í færeyska fyrirtækinu P/f Von. Áætlað var að endanlegur frágangur og uppgjör vegna kaupanna myndi eiga sér stað eigi síðar en 22. apríl 2016. Nú liggur fyrir að sú dagsetning mun frestast um ótilgreindan tíma þar sem fyrirvörum vegna kaupanna sem lúta að samþykki samkeppnisyfirvalda hefur ekki verið aflétt að fullu. Samkeppniseftirlit Færeyja hefur samþykkt viðskiptin en beðið er eftir áliti samkeppnisyfirvalda á Íslandi og í Litháen. Einnig er vinna við áreiðanleikakannanir vegna kaupanna enn í gangi. Félagið hefur jafnframt gengið frá skuldbindandi kauptilboði á 22,321% hlut af minnihlutaeigendum, sem háð er sömu fyrirvörum.
Nánari upplýsingar veitir:
Hjörtur Erlendsson,
forstjóri Hampiðjunnar,
sími 664 3361