Skip to main content

„Hið nýja og glæsilega skip HB Granda, fjölveiðiskipið Venus NS 150, er búið öllum nýjustu og fullkomnustu veiðarfærum sem Hampiðjan hefur upp á að bjóða,“ segir Haraldur Árnason markaðs- og sölustjóri veiðarfæradeildar.

„Veiðarfærin frá Hampiðjunni sem keypt voru fyrir Venus NS eru Gloria 2048 Elipsa sem hentar afar vel til kolmunna og síldveiða. Sömuleiðis er skipið nú útbúið með nýju 1760 m Gloríu 4wide yfirborðstrolli fyrir makríl og síld sem kom mjög vel út í fyrra og myndin sýnir þegar trollið var sett um borð í byrjun júní. Nafnið 4wide er tilkomið vegna þess að breidd trollsins er fjórum sinnum hæðin við vængendana.

Jafnframt er skipið með Gloríu 2432 m troll af Ingunni sem hentar vel til partroll- veiða. Það troll má nota bæði sem partroll á makríl og síld sem og til kolmunnaveiða með hlerum en gríðarmikil opnun og breidd er í trollinu. Þess ber að geta að hlerar skipsins eru af nýrri gerð, svokallaðir Flipper T20 hlerar frá Thyborøn í Danmörku, 15 fermetrar að stærð og 4000 kg.”

Helix þankaðallinn

”Gloríu 2432 m trollið af Ingunni er nú sjö ára gamalt og segir það allt um gæði og endingu Helix þankaðalsins, en Helix tógið sem núna er notað er fjórða kynslóð þessa vinsæla flottrollskaðals. Eitthvað er um eftirlíkingar af kaðlinum á markaðnum en þantæknin er ekki innbyggð í þá kaðla sökum þess að Hampiðjan hefur einkaleyfi á þeirri tækni og eru eftirlíkingarnar líkari gamla PE/PA kaðlinum sem kom fyrst á markað hjá Hampiðjunni fyrir um 20 árum síðan,” segir Haraldur.

Að auki er skipið útbúið með 2 pokum, einn með standard neti og hinn með T90 neti. Að lokum má nefna að nýjar DynIce Togtaugar og DynIce Data kapall eru um borð og er DynIce Togtaugin 36 mm að þykkt, hvor taug 2425m löng og með stlitstyrk upp á 99T, en DynIce kapallinn er 12.4 mm og 2880 m langur. Allir grandarar og bakstroffur eru líka úr DynIce köðlum.

,,Við í Hampiðjunni óskum HB Granda og áhöfn Venusar til hamingju með þetta nýja og glæsilega skip, og óskum þeim velfarnaðar og fengsældar í framtíðinni,” segir Haraldur að lokum.