

FLJÓTANDI DRÁTTARTAUGAR
DynIce-DynIce dráttartaugin er létt og meðfærileg. Dyneema hlífðarflétta er á báðum augaendum hennar til að hlífa þeim við sliti frá pollum um borð. Einnig má setja hlífðarkápu á aðaltaugina, mælt er með því ef hún er geymd lengi inni á spili á milli þess sem hún er notuð.
Þar sem teygja DynIce dráttartauga er svipuð og í stálvír er sabbi úr næloni notaður til að jafna álag í togi.