Hið nýja fyrirtæki sameinar þrjú rótgróin og vel þekkt fyrirtæki í þjónustu við fiskeldisiðnaðinn: Vónin Aquaculture, Mørenot Aquaculture og Fiizk Protection. Fyrirtækin byggja hvert um sig á áratuga reynslu og sérhæfingu; Vónin hin færeyska, með sterka stöðu í búnaði og lausnum fyrir krefjandi strandeldisaðstæður, norska fyrirtækið Mørenot með langa reynslu í þróun og afhendingu á hágæða fiskeldisbúnaði, og Fiizk Protection með sérhæfðar lausnir til varnar laxalús. Með sameiningunni verður til eitt öflugasta þjónustunet fiskeldisgreinarinnar, þar sem þekking, framleiðsla og þjónusta eru samræmd í eina heild.
Sameiningin skapar eitt stærsta þjónustufyrirtæki fyrir fiskeldi í heiminum. ELDI vinnur í nánu samstarfi við viðskiptavini og þróar lausnir sem taka mið af raunverulegum rekstraraðstæðum, bæði við strendur og á opnu hafi.