Skip to main content

DYNICE HLÍF & DYNICE TRJÁVÖRN

Vernd fyrir dráttartóg og trjávörn úr DynIce trefjaþráðum.

GÓÐAR FESTINGAR OG VARNARLAUSNIR

DynIce Hlíf

Stöku sinnum kann dráttartóg eða framlenging að fara um hrjúft yfirborð, í kringum stein, hvassar ísbrúnir eða utan um trjáboli. Til verndar er hægt að festa DynIce hlíf á línuna þar sem þess er þörf og fjarlægja hana svo að notkun lokinni.

DynIce Sleeve er búin til úr þéttfléttuðum Dyneema® trefjaþráðum og er opnanleg þar sem hún er brotin utan um dráttartógið og fest með frönskum rennilási á annarri hliðinni.

DynIce trjávörn

DynIce (Treesaver) trjávörn er með splæstum augum með mjúkri hlífðarfléttu til varnar gegn sliti.
Það hentar mjög vel að setja trjávörn utan um tréboli eða stein til að fá örugga festingu og um leið forðast skemmdir á staðnum þar sem fest er.