Skip to main content

TOGHLERAR

Hampiðjan er söluaðili bæði Thyborøn– og Injector-trollhlera og býður þannig úrval vandaðra lausna frá traustum framleiðendum sem þekktir eru fyrir gæði og áreiðanleika.

Thyborøn-hlerarnir eru framleiddir úr hágæðaefni af danskri fagmennsku af Thyborøn Skibssmedie, sem hefur getið sér gott orð fyrir gæðaframleiðslu. Toghlerarnir eru hannaðir með hliðsjón af viðamiklum straumfræðilegum rannsóknum og prófunum í tilraunatanki og á vettvangi.

Injector-hlerarnir hafa sannað gildi sitt á Íslandsmiðum en þeir eru þekktir fyrir nýstárlega hönnun og mikil afköst, þar sem lögun þeirra tryggir stöðugan og skilvirkan drátt.