Skip to main content

FRÉTTIR

Allar fréttatilkynningar okkar má finna í tímaröð hér að neðan

Allt
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
Hampiðjan Ísland eykur enn vöruúrval og þjónustu með sameiningu við Morenot Island
Hampiðjan Ísland eykur enn vöruúrval og þjónustu með sameiningu við Morenot Island

Hampiðjan Ísland eykur enn vöruúrval og þjónustu með sameiningu við Morenot Island

Morenot Ísland, dótturfélag Hampiðjunnar, hefur nú verið sameinað Hampiðjan Ísland. Sameiningin er mikilvægt skref í því að straumlínulaga rekstur, ná fram rekstrarlegri hagkvæmni og auka vöru- og þjónustuframboð Hampiðjunnar Ísland þegar kemur að útgerðarvörum og mæta þannig enn betur þörfum sjávarútvegsins á Íslandi. Morenot Ísland ehf. var upprunalega stofnað 1978…
01/10/2024
Ný vinda Hampiðjunnar hlýtur verðlaun
Ný vinda Hampiðjunnar hlýtur verðlaun

Ný vinda Hampiðjunnar hlýtur verðlaun

Hampiðjan hlaut Íslensku sjávarútvegsverðlaunin fyrir bestu nýju vöruna sem kynnt var á Íslensku sjávarútvegssýningunni/IceFish 2024 í Fífunni í Kópavogi. Það var ný höfuðlínukapalsvinda sem er sérhönnuð fyrir ljósleiðarakapalinn DynIce Optical Data og hefur verið í þróun síðustu misserin. Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar tók við verðlaununum við hátíðlega athöfn á sýningunni…
19/09/2024
Fjórar byltingarkenndar nýjungar á IceFish 2024
Fjórar byltingarkenndar nýjungar á IceFish 2024

Fjórar byltingarkenndar nýjungar á IceFish 2024

Íslenska sjávarútvegssýningin IceFish 2024 verður haldin í Fífunni í Kópavogi dagana 18.-20. september. Að venju verður Hampiðjan áberandi á sýningunni, með rúmgóðan bás og að þessu sinni fjórar mjög áhugaverðar nýjungar. Fyrst ber að nefna nýja höfuðlínukapalsvindu sem er sérhönnuð fyrir ljósleiðarakapalinn DynIce Optical Data og hefur verið í þróun…
16/09/2024
Nýtt netaverkstæði Cosmos Trawl í Skagen vígt
Nýtt netaverkstæði Cosmos Trawl í Skagen vígt

Nýtt netaverkstæði Cosmos Trawl í Skagen vígt

Nýtt netaverkstæði Cosmos Trawl, dótturfyrirtækis Hampiðjunnar, var formlega vígt í dag, fimmtudaginn 5. september, í Skagen í Danmörku. Byggingin markar tímamót í starfsemi fyrirtækisins en með henni eykst möguleiki á að fara yfir og gera við mörg flottroll samtímis þegar trollviðgerðarbrautunum fjölgar úr tveim í fjórar og vandaður tækjabúnaður, blakkir…
05/09/2024
Rekstrarvörudeild Voot færist til Hampiðjan Ísland
Rekstrarvörudeild Voot færist til Hampiðjan Ísland

Rekstrarvörudeild Voot færist til Hampiðjan Ísland

Dótturfyrirtæki Hampiðjunnar, Voot ehf., hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað eftir kaup Hampiðjunnar á 68% hlut í fyrirtækinu árið 2017. Voot hefur byggt upp sterka markaðsstöðu í útgerðar- og rekstrarvörum ásamt því að þróa sjóvinnufatalínuna MarWear og því sem fyrirtækið var upphaflega stofnað til – að útvega beitu til…
30/08/2024
Veiðarfæri skoðuð í tilraunatankinum í Hirtshals
Veiðarfæri skoðuð í tilraunatankinum í Hirtshals

Veiðarfæri skoðuð í tilraunatankinum í Hirtshals

Árleg ferð Hampiðjan Ísland í tilraunatankinn í Hirtshals í Danmörku verður farin dagana 26.-30. nóvember n.k. Tankferðirnar hafa notið mikilla vinsælda en í þeim eru veiðarfæri, bæði botn- og flottroll, sýnd og prófuð og fá þátttakendur einstakt tækifæri til að auka þekkingu sína og kynnast því hvernig mismunandi veiðarfæri haga…
27/08/2024
Hampiðjan styrkir stöðu sína í fiskeldisgeiranum með kaupum á FiiZK Protection AS
Hampiðjan styrkir stöðu sína í fiskeldisgeiranum með kaupum á FiiZK Protection AS

Hampiðjan styrkir stöðu sína í fiskeldisgeiranum með kaupum á FiiZK Protection AS

Hampiðjan hf. hefur skrifað undir kaupsamning á öllu hlutafé norska fyrirtækisins FiiZK Protection AS, sem er leiðandi í framleiðslu og sölu á laxalúsapilsum fyrir fiskeldisgeirann og er með um 80% markaðshlutdeild laxalúsapilsa í Noregi. Lúsapils er varnarveggur úr dúk sem er lagður utan um um fiskeldiskví til að varna því…
06/08/2024
Hampiðjan með vottaðan lyftibúnað á Verk og vit
Hampiðjan með vottaðan lyftibúnað á Verk og vit

Hampiðjan með vottaðan lyftibúnað á Verk og vit

Hampiðjan hefur alltaf verið með á Verk og vit sýningunni og í ár er engin undintekning á því. Auk starfsmanna frá Hampiðjunni verða fulltrúar frá Gunnebo og Riconnect á básnum. „Á Verk og vit sýningunni erum við meðal annars að sýna vottaðan lyftibúnað frá sænska framleiðandanum Gunnebo,” segir Ólafur Björn…
18/04/2024
Hampiðjan fagnar 90 ára afmæli!
Hampiðjan fagnar 90 ára afmæli!

Hampiðjan fagnar 90 ára afmæli!

Það var árið 1934 sem Guðmundur S. Guðmundsson, vélstjóri og verkstjóri í vélsmiðjunni Héðni, hafði forgöngu um að safna saman 12 manna hópi til að stofna fyrirtæki sem framleiddi garn og net úr náttúrulegum hamptrefjum. Helsta ástæðan var skortur á efnum til veiðarfæragerðar. Stofnendurnir voru flestir nátengdir fiskveiðum, skipstjórar og…
05/04/2024
Efling fiskeldisþjónustu á eyjunum suður af Færeyjum
Efling fiskeldisþjónustu á eyjunum suður af Færeyjum

Efling fiskeldisþjónustu á eyjunum suður af Færeyjum

Öll þjónusta Hampiðjunnar við fiskeldi, allt frá Færeyjum suður um Hjaltland og til Skotlands, er nú undir einum hatti eftir að dótturfyrirtækið Mørenot Scotland var fært undir stjórn Vónin eftir kaup Hampiðjunnar á Mørenot í fyrra. Nafni Mørenot Scotland var samhliða tilfærslunni breytt í Vónin Scotland. Með þessari breytingu má…
26/03/2024
Nýtt netaverkstæði Cosmos Trawl í byggingu í Skagen
Nýtt netaverkstæði Cosmos Trawl í byggingu í Skagen

Nýtt netaverkstæði Cosmos Trawl í byggingu í Skagen

Cosmos Trawl, dótturfélag Hampiðjunnar í Danmörku, hefur hafið byggingu á nýju og fullkomnu 4.800 m2 netaverkstæði í Skagen til að sinna síaukinni þörf fyrir viðgerðir á flottrollum. Nýja netaverkstæðið verður vandlega búið tækjum og verður eitt hið tæknilegasta og fullkomnasta sem völ er á. Það mun auka möguleika á að…
20/03/2024
Hampiðjan í hringrásarverkefni sem tilnefnt er til Aquaculture Awards 2024
Hampiðjan í hringrásarverkefni sem tilnefnt er til Aquaculture Awards 2024

Hampiðjan í hringrásarverkefni sem tilnefnt er til Aquaculture Awards 2024

Hampiðjan, ásamt dótturfélögum og samstarfsaðilum, hefur verið tilnefnd til verðlaunanna Aquaculture Awards 2024 sem veitt eru fyrir framúrskarandi framlag til lagareldis. Verkefnið sem tilnefnt er kallast Circular Fish Farming Nets (CFFN) og snýst um notkun endurunnins nylons í framleiðslu á fiskeldiskvíum sem falla vel að hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. Verkefnið, sem styrkt…
05/03/2024
Fjarstýrðir Thyborøn toghlerar um borð í nýjan Hákon ÞH 250
Fjarstýrðir Thyborøn toghlerar um borð í nýjan Hákon ÞH 250

Fjarstýrðir Thyborøn toghlerar um borð í nýjan Hákon ÞH 250

Nýlega var staðfest pöntun á Thyborøn fullfjarstýrðum toghlerum fyrir útgerðarfélagið Gjögur sem gerir út skipið Hákon ÞH 250. Gjögur er með nýjan Hákon í smíðum hjá Karstensen Skibsværft A/S á Skagen í Danmörku og verður hann afhentur um mitt ár 2024. Hlerarnir sem um ræðir eru týpa 42, 12,0 m2…
15/02/2024
Hampiðjan TorNet í nýtt húsnæði á Kanarí
Hampiðjan TorNet í nýtt húsnæði á Kanarí

Hampiðjan TorNet í nýtt húsnæði á Kanarí

Hampiðjan TorNet, dótturfyritæki Hampiðjunnar á Spáni, flytur starfsemi sína um set í mars og færir sig á milli bygginga innan hafnarsvæðisins í Las Palmas á Gran Canaria. Hið nýja húsnæði er af svipaðri stærð og það sem fyrirtækið hefur verið í frá árinu 2010, eða um 1700 m². Það er…
06/02/2024
Góð þátttaka og stemning í tankferð Hampiðjunnar til Hirtshals
Góð þátttaka og stemning í tankferð Hampiðjunnar til Hirtshals

Góð þátttaka og stemning í tankferð Hampiðjunnar til Hirtshals

Í lok nóvember var farið í hina árlegu tankferð á vegum Hampiðjunnar til Hirtshals í Danmörku.  Þar kynna sér skipstjórar, stýrimenn, útgerðarstjórar, netagerðarmenn og tæknimenn helstu nýjungar í veiðafærahönnun Hampiðjunnar og samstarfsaðila.  Þátttaka var afar góð og var hópurinn fjölþjóðlegur með um 73 manns frá Íslandi, Færeyjum, Danmörku, Noregi, Írlandi…
17/01/2024
Ólöf Snæhólm nýr samskipta- og kynningarfulltrúi Hampiðjunnar
Ólöf Snæhólm nýr samskipta- og kynningarfulltrúi Hampiðjunnar

Ólöf Snæhólm nýr samskipta- og kynningarfulltrúi Hampiðjunnar

Hampiðjan hefur ráðið Ólöfu Snæhólm Baldursdóttur í starf samskipta- og kynningarfulltrúa. Ólöf var ein 63 umsækjenda um starfið og hefur hún hafið störf. Ólöf starfaði sem sérfræðingur í samskiptum og markaðsmálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur í ríflega sex ár þar sem hún sá m.a. um upplýsingamál dótturfyrirtækisins Veitna. Þar áður var…
10/01/2024
Hampiðjan styrkir UFS áherslur sínar með ráðningu yfirmanns sjálfbærnismála
Hampiðjan styrkir UFS áherslur sínar með ráðningu yfirmanns sjálfbærnismála

Hampiðjan styrkir UFS áherslur sínar með ráðningu yfirmanns sjálfbærnismála

Okkur er því ánægja að tilkynna að Marthe Amundsen Brodahl hefur verið ráðin yfirmaður sjálfbærnimála hjá Hampiðjunni. Fyrir kaup Hampiðjunnar á Mørenot starfaði hún að sömu málum þar og hefur í því öðlast mikla reynslu og þekkingu á sjálfbærnimálum innan okkar iðnaðar. Marthe er menntuð sem viðskipta- og tæknistjóri með…
22/09/2023
FERÐ HAMPIÐJUNNAR Í TILRAUNATANKINN Í HIRTSHALS
FERÐ HAMPIÐJUNNAR Í TILRAUNATANKINN Í HIRTSHALS

FERÐ HAMPIÐJUNNAR Í TILRAUNATANKINN Í HIRTSHALS

Hampiðjan stendur fyrir ferð í tilraunatankinn í Hirtshals í Danmörku 28. nóvember – 2. desember n.k.  þar sem hin ýmsu veiðarfæri verða sýnd og prófuð.  Í þessum ferðum eru skoðuð bæði botn- og flottroll ásamt því að kynntar eru nýjungar í framleiðsluvörum Hampiðjunnar.   Samstarfsaðilar Hampiðjunnar í þessari ferð verða…
13/09/2023
Viðskiptaverðlaun Frjálsrar verslunar og Viðskiptablaðsins
Viðskiptaverðlaun Frjálsrar verslunar og Viðskiptablaðsins

Viðskiptaverðlaun Frjálsrar verslunar og Viðskiptablaðsins

Hjörtur Erlendsson forstjóri og Hampiðjan fengu í gær viðskiptaverðlaun Frjálsrar verslunar og Viðskiptablaðsins en þau eru virtustu viðskiptaverðlaun sem veitt eru á Íslandi um hver áramót. Verðlaunin voru afhent af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Trausta Hafliðasyni ritstjóra í glæsilegu og fjölmennu hófi í Gyllta salnum á Hótel Borg.   Samhliða verðlaunaveitingunni…
30/12/2022
Gleðilegt að komast í tankinn á ný eftir langvinnt hlé
Gleðilegt að komast í tankinn á ný eftir langvinnt hlé

Gleðilegt að komast í tankinn á ný eftir langvinnt hlé

Eftir tveggja ára hlé vegna Covid var aftur mögulegt að fara í hina árlegu ferð Hampiðjunnar í í tilraunatankinn í Hirtshals núna um síðustu mánaðarmót. Til að halda áfram vöruþróun í trollum meðan á faraldrinum stóð var engu að síður farið í tilraunatankana í Hirsthals og St. Johns en þá…
14/12/2022
Ferð Hampiðjunnar í tilraunatankinn í Hirtshals  vettvangur kynningar og skoðanaskipta
Ferð Hampiðjunnar í tilraunatankinn í Hirtshals  vettvangur kynningar og skoðanaskipta

Ferð Hampiðjunnar í tilraunatankinn í Hirtshals  vettvangur kynningar og skoðanaskipta

Hampiðjan hefur undanfarna áratugi staðið fyrir ferðum í tilraunatankinn í Hirtshals í Danmörku, þar sem hin ýmsu veiðarfæri eru sýnd og prófuð.  Ákveðið hefur verið að efna til slíkrar ferðar í lok nóvember eftir tveggja ára hlé vegna Covid.  Farið verður þann 29. nóvember n.k. og komið heim 3. desember.…
28/09/2022
Trollið verður hluti af BMW rafbíl
Trollið verður hluti af BMW rafbíl

Trollið verður hluti af BMW rafbíl

Endurunnið trollefni nýtt við framleiðslu rafbílaHampiðjan hefur lagt mikla áherslu á að safna saman notuðum veiðarfærum, flokka þau í efnisflokka og koma til endurvinnslu.  Nú er búið að finna endurvinnsluleiðir fyrir öll þau efni sem notuð eru í veiðarfæri að undanskildum tveim kaðlagerðum sem eru úr blönduðum plastefnum en nýjar…
26/09/2022
Öflugur sölumaður ráðinn til Hampiðjunnar
Öflugur sölumaður ráðinn til Hampiðjunnar

Öflugur sölumaður ráðinn til Hampiðjunnar

Hróðmar Ingi Sigurðsson er kominn til starfa hjá Hampiðjunni. Hlutverk hans verður að hafa umsjón með sölu á toghlerum og togvírum ásamt almennri sölu á veiðarfærum og tengdum vörum.Hróðmar Ingi er rekstrarfræðingur og viðskiptafræðingur frá Tækniháskóla Íslands og með 3. og 2. stigs réttindi stýrimanna frá Sjómannaskólanum í Reykjavík. Hann…
30/08/2022
Hampiðjan og viðskipti við Rússland
Hampiðjan og viðskipti við Rússland

Hampiðjan og viðskipti við Rússland

Hampiðjan fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og þá aðför að sjálfstæðu lýðræðisríki sem á sér nú stað.  Hampiðjan hefur dregið skipulega úr viðskiptum við rússnesk útgerðarfyrirtæki, stöðvað stærstan hluta þeirra, sendir ekkert til Rússlands og leggur þannig sitt af mörkum til að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í Rússlandi. Hampiðjan…
08/07/2022
Guðmundur Gunnarsson sæmdur hinni íslensku fálkaorðu
Guðmundur Gunnarsson sæmdur hinni íslensku fálkaorðu

Guðmundur Gunnarsson sæmdur hinni íslensku fálkaorðu

Guðmundur Gunnarsson, fyrrum þróunarstjóri veiðarfæra Hampiðjunnar, var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag á þjóðhátíðardeginum 17. júni 2022. Fálkaorðan er æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir einstaklingum og orðuna fær Guðmundur fyrir frumkvöðlastarf sitt á vettvangi sjávarútvegs og…
17/06/2022
Frábær árangur á Icefish
Frábær árangur á Icefish

Frábær árangur á Icefish

Hampiðjan gegndi lykilhlutverki þegar verðlaun Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, IceFish 2022, voru afhent í Gerðarsafni í liðinni viku. Verðlaunin eru mikilsverður hluti sjávarútvegssýningarinnar og voru þau nú afhent í áttunda skipti.Hampiðjan fékk verðlaun fyrir bestu nýjungina á sýningunni, DynIce Optical Data ljósleiðarakapalinn. Þá hlaut Guðmundur Gunnarsson, sem fór nýlega á eftirlaun eftir…
14/06/2022
,,Eðlilegt að leggja ríka áherslu á framtíðina með Dynice Optical Data höfuðlínukaplinum”
,,Eðlilegt að leggja ríka áherslu á framtíðina með Dynice Optical Data höfuðlínukaplinum”

,,Eðlilegt að leggja ríka áherslu á framtíðina með Dynice Optical Data höfuðlínukaplinum”

,,Sýningar almennt séð og ekki hvað síst sýning eins og þessi hér á Íslandi eru mjög mikilvægar fyrir Hampiðjuna til að hitta og efla tengslin við núverandi viðskiptavini og stofna til nýrra kynna. Einnig eru þær góður vettvangur til að kynnar nýjungar. Á þessari sýningu kynnum við nýja DynIce Optical…
07/06/2022
Gulltoppur botntroll
Gulltoppur botntroll

Gulltoppur botntroll

Botntrollið Gulltoppur, er afrakstur umfangsmikilla neðansjávar rannsókna- og þróunarvinnu á íslensku togaratrollunum sem voru gerðirnar 105 feta Mars troll og 90 feta Vestfirðingur á níunda áratugnum. Neðansjávarmyndir af þessum vinsælu botntrollum sýndu ákveðna veikleikapunkta við kvarthorn á vængjum sem þurfti að lagfæra til að fá fram betra og hagkvæmara veiðarfæri.…
30/05/2022
Georg Haney ráðinn umhverfisstjóri Hampiðjunnar
Georg Haney ráðinn umhverfisstjóri Hampiðjunnar

Georg Haney ráðinn umhverfisstjóri Hampiðjunnar

Georg Haney hefur verið ráðinn í starf umhverfisstjóra hjá Hampiðjunni en hann hefur síðasta áratug starfað við veiðarfærarannsóknir hjá Hafró.   Georg er þýskur að ætt og uppruna, frá borginni Jena í Þýskalandi, en hingað kom hann fyrst árið 2006 sem skiptinemi í Erasmus áætluninni.  Fyrir utan móðurmálið þýsku þá…
02/05/2022
Fiskuðum lítið minna en tveggja trolla skipin
Fiskuðum lítið minna en tveggja trolla skipin

Fiskuðum lítið minna en tveggja trolla skipin

Blængur NK var nýlega að veiðum í norsku lögsögunni í Barentshafi og vakti það athygli margra að afli Blængs í eitt troll var lítið minni en togaranna sem toguðu með tveimur trollum samtímis. Alls var Blængur með 1.175 tonn af fiski upp úr sjó að verðmæti 635 milljónir króna (cif)…
26/04/2022
Nýja grunnnótin virkaði vel
Nýja grunnnótin virkaði vel

Nýja grunnnótin virkaði vel

,,Við hófum veiðar við Skarðsfjöruna og vorum svo komnir á svæðið út af Alviðruhömrum þegar við hættum veiðum og héldum til hafnar. Aflinn var um 1.800 tonn. Hann fékkst í fjórum köstum og nýja grunnnótin virkaði afar vel og stóð fyllilega fyrir sínu,” segir Bergur Einarsson, skipstjóri á uppsjávarveiðiskipinu Venusi…
16/02/2022
Góður Jagger er eins og vel stilltur gítar
Góður Jagger er eins og vel stilltur gítar

Góður Jagger er eins og vel stilltur gítar

Tíðindamaður ræddi nýlega við Kristján E. Gíslason sem er annar tveggja skipstjóra á Viðey RE 50 á móti Jóhannesi Ellerti Eiríkssyni, þegar hann var í landi rétt eftir áramótin. Það var ánægjulegt að verða vitni að frábærum árangri áhafnarinnar á Viðey RE sem er í eigu útgerðarfélagsins Brims hf í…
20/01/2022
Fjarstýrðir Thyborøn toghlerar
Fjarstýrðir Thyborøn toghlerar

Fjarstýrðir Thyborøn toghlerar

Samkvæmt prófunum, sem fram fóru með hjálp áhafnar danska uppsjávarveiðiskipsins Themis S144 frá Skagen í Danmörku um  helgina fyrir jól, þá lofa nýir toghlerar frá Thyborøn mjög góðu. Hlerarnir eru af gerðinni Type 32 Bluestream og það er hægt að fjarstýra þeim úr brúnni.   Í tilraunum helgarinnar var prófuð…
28/12/2021
Flottrollsveiðar með DynIce Data höfuðlínukapli
Flottrollsveiðar með DynIce Data höfuðlínukapli

Flottrollsveiðar með DynIce Data höfuðlínukapli

Útgerðir um 110 fiskiskipa vítt og breitt um heiminn hafa fest kaup á DynIce Data höfuðlínukaplinum frá árinu 2015. Það ár voru gerðar umtalsverðar breytingar á hönnun koparskermsins utan um koparvírinn í innsta kjarna kapalsins en að öðru leyti hafa breytingar verið tengdar framleiðsluferlinu og fullkomnun þess.  Í upphafi var…
09/12/2021
Endurvinnsla á rockhopperum er nú möguleg
Endurvinnsla á rockhopperum er nú möguleg

Endurvinnsla á rockhopperum er nú möguleg

,,Við höfum selt útgerðum togveiðiskipa rockhopperlengjur í meira en þrjá áratugi og fram að þessu hafa lengjurnar farið í urðun eftir að þær hafa lokið hlutverki sínu. Nú vilja allir forðast urðun úrgangs og koma honum þess í stað í endurvinnslu innan hringrásarhagkerfisins. Hampiðjan lítur á það sem hluta af…
24/11/2021
Ný og fjölhæf fiskaskilja fyrir veiðar á uppsjávarfiski
Ný og fjölhæf fiskaskilja fyrir veiðar á uppsjávarfiski

Ný og fjölhæf fiskaskilja fyrir veiðar á uppsjávarfiski

Danski veiðarfæraframleiðandinn Cosmos Trawl, dótturfyrirtæki Hampiðjunnar, hefur hannað og þróað nýja gerð fiskaskilju sem miklar vonir eru bundnar við. Skiljan var þróuð og hönnuð í samvinnu við Nordsøtrawl sem er veiðarfæraverkstæði Cosmos Trawl í Thyborøn. Búið er að selja rúmlega tíu skiljur til danskra, norskra og sænskra útgerða og nú…
16/11/2021
Þetta tæki er algjör snilld
Þetta tæki er algjör snilld

Þetta tæki er algjör snilld

,,Þetta tæki er algjör snilld. Það gekk allt eins og í sögu og það sem kom mér mest á óvart er hve skamman tíma verkið tók.”Þetta segir Friðleifur Einarsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Helgu Maríu AK, en tækið sem hann vísar til er nýr færanlegur vírastrekkivagn Hampiðjunnar sem nota á  til…
29/09/2021
Hampiðjan innleiðir ISO 14001 umhverfisvottun
Hampiðjan innleiðir ISO 14001 umhverfisvottun

Hampiðjan innleiðir ISO 14001 umhverfisvottun

Hampiðjan hefur undanfarin ár unnið markvisst að málum sem tengjast umhverfismálum og grunnurinn að þeirri vinnu hófst með mörkun umhverfisstefnu fyrir fyrirtækið.  Sú stefna var formlega samþykkt af stjórn Hampiðjunnar síðastliðið haust. Einn liður í umhverfisstefnunni var að innleiða umhverfisvottunina ISO 14001 á Íslandi.  Þess má geta að framleiðslufyrirtæki Hampiðjunnar…
23/09/2021
Strandhreinsunardagur
Strandhreinsunardagur

Strandhreinsunardagur

Á hverju sumri nú í þrjú ár hafa starfsmenn Hampiðjunnar og fjölskyldur þeirra tekið einn dag til að hreinsa strendur landsins ásamt umhverfissamtökunum Bláa hernum.   Blái herinn undir forystu Tómasar Knútssonar hefur unnið mikið brautryðjandastarf á þessu sviði og við hjá Hampiðjunni erum stoltir styrktaraðilar þeirra samtaka með myndarlegum fjárframlögum…
16/09/2021
Saga netagerðar á Íslandi
Saga netagerðar á Íslandi

Saga netagerðar á Íslandi

Út er komin bókin Saga netagerðar á Íslandi. Það er Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) sem stóð að vinnslu og útgáfu bókarinnar. Félagið réð til verksins Sigurgeir Guðjónsson sagnfræðing og honum til  aðstoðar var Valgeir Ómar Jónsson vélfræðingur frá VM sem tók að sér myndstjórn bókarinnar. Í ritnefndinni voru þeir…
09/07/2021
Fiskurinn gengur hraðar aftur í pokann
Fiskurinn gengur hraðar aftur í pokann

Fiskurinn gengur hraðar aftur í pokann

,,Ég er mjög ánægður með þetta nýja kolmunnatroll. Mér finnst það veiðnara en önnur troll, sem ég hef reynt, en helsti munurinn er sá að belgurinn er þannig hannaður að fiskurinn gengur mun hraðar aftur í pokann,” segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK, en hann og áhöfn hans notuðu…
15/06/2021
Heimsmet með DynIce Warp frá Hampiðjan Offshore
Heimsmet með DynIce Warp frá Hampiðjan Offshore

Heimsmet með DynIce Warp frá Hampiðjan Offshore

Rannsóknarskipið R/V Kaimei, frá japönsku haf- og land rannsóknarstofnuninni Jamstec (e. Japan Agency for Marine-Earth Science and Technology), setti nýlega heimsmet þegar borað var í hafsbotninn á meira dýpi en áður hefur verið gert. Til verksins var notaður sérhannaður bor sem var slakað niður á 8 km dýpi með DynIce…
10/06/2021
Fáum umtalsvert meiri afla í þetta nýja troll miðað við sambærileg troll sem við höfum notað áður
Fáum umtalsvert meiri afla í þetta nýja troll miðað við sambærileg troll sem við höfum notað áður

Fáum umtalsvert meiri afla í þetta nýja troll miðað við sambærileg troll sem við höfum notað áður

Samtal við Tómas Kárason skipstjóra á Beiti NK 123,,Ég er mjög ánægður með þetta nýja troll. Það er hverfandi  ánetjun í 8 byrða belgnum og fiskur, sem kemur inn á fisksjána í brúnni, fer allur aftur í pokann. Það er ekki annað hægt en vera mjög ánægður með lagið á…
03/06/2021
HAMINGJUÓSKIR TIL SÍLDARVINNSLUNNAR
HAMINGJUÓSKIR TIL SÍLDARVINNSLUNNAR

HAMINGJUÓSKIR TIL SÍLDARVINNSLUNNAR

Hampiðjan óskar Síldarvinnslunni og áhöfninni á Berki NK-122  til hamingju með nýtt og glæsilegt hátækni nóta- og togveiðiskip og árnar þeim heilla, farsældar og fengsældar í framtíðinni.
02/06/2021
Glæsileg verslun Hampiðjunnar og Voot opnuð á Skarfabakkanum
Glæsileg verslun Hampiðjunnar og Voot opnuð á Skarfabakkanum

Glæsileg verslun Hampiðjunnar og Voot opnuð á Skarfabakkanum

Ný og glæsileg verslun Hampiðjunnar og Voot var opnuð nú í vikunni. Verslunin er í sama húsi og höfuðstöðvar félagsins að Skarfabakka 4 við Sundahöfn. Verslunarstjórinn, Ólafur Benónýsson, segir að á boðstólum verði allt til útgerðar- og verktakavinnu og að lagt sé upp með að allir sjómenn, útgerðarmenn og verktakar…
27/05/2021
Allt að fimm sinnum lengri endingartími DynIce togtauga en á stálvír á Finni Fríða FD 86
Allt að fimm sinnum lengri endingartími DynIce togtauga en á stálvír á Finni Fríða FD 86

Allt að fimm sinnum lengri endingartími DynIce togtauga en á stálvír á Finni Fríða FD 86

„Við höfum verið afskaplega ánægðir með DynIce togtaugarnar frá Hampiðjunni alveg frá því við tókum þær fyrst í notkun árið 2007. Togtaugarnar hafa reynst afar vel við uppsjávarveiðarnar í  gegnum árin og  haft að meðaltali 7 ára endingartíma sem er  hreint afbragð miðað við 1½ árs endingartíma á stálvír í…
21/04/2021
Hampiðjan Offshore launches Terra Slings
Hampiðjan Offshore launches Terra Slings

Hampiðjan Offshore launches Terra Slings

The first 100% recyclable heavy lift sling for the offshore and onshore construction market. Hampidjan Offshore are proud to announce the launch of TERRA slings. Reducing waste and repurposing materials is key in managing the industries impact upon the environment and creating a future proof sustainable business model. During the…
15/04/2021
Hampiðjan Þekkingarfyrirtæki ársins 2021
Hampiðjan Þekkingarfyrirtæki ársins 2021

Hampiðjan Þekkingarfyrirtæki ársins 2021

Félag viðskipta og hagfræðinga heldur á hverju ári viðburð sem kallast Þekkingardagurinn og er sambland af ráðstefnu og verðlaunaafhendingu.  Þar er valinn viðskiptafræðingur eða hagfræðingur ársins ásamt Þekkingarfyrirtæki ársins.   Þema dagsins er mismunandi frá ári til árs og í ár var það  “Nýsköpun í rótgrónum rekstri”.   Dómnefndin er skipuð háskólafólki…
14/04/2021
HAMINGJUÓSKIR TIL SAMHERJA
HAMINGJUÓSKIR TIL SAMHERJA

HAMINGJUÓSKIR TIL SAMHERJA

Hampiðjan óskar Samherja og áhöfninni á Vilhelm Þorsteinssyni EA-11  til hamingju með nýtt og glæsilegt hátækni nóta- og togveiðiskip og árnar þeim heilla, farsældar og fengsældar í framtíðinni.
31/03/2021
Fyrsta nótaviðgerðin á nýju veiðarfæraverkstæði Hampiðjunnar í Neskaupstað
Fyrsta nótaviðgerðin á nýju veiðarfæraverkstæði Hampiðjunnar í Neskaupstað

Fyrsta nótaviðgerðin á nýju veiðarfæraverkstæði Hampiðjunnar í Neskaupstað

Norska loðnuskipið Rav kom til Norðfjarðar mánudagsmorguninn í síðustu viku með illa rifna loðnunót.  Nótin ókláraðist við útköstun úr nótakassanum og rifnaði það mikið að heilu bálkarnir hufu burt úr nótarammanum. Skipstjórinn og áhöfnin gerðu sér strax grein fyrir því að nótaviðgerðin væri stórt og mikið verkefni og það myndi…
16/02/2021
Hampidjan Offshore stofnað
Hampidjan Offshore stofnað

Hampidjan Offshore stofnað

Árið 1994 seldi Hampiðjan fyrsta ofurtógið í olíuiðnað og það var fyrsta tógið sem kom í stað stáltogvírs á botnlagsrannsóknarskipi félagsins Petroleum Geo-Services í Noregi sem var brautryðjandi á þessu sviði.   Olíuiðnaðarmarkaðurinn óx stöðugt árin á eftir og það voru þróaðar sífellt fjölbreyttari vörur fyrir þennan markað og í framhaldi…
14/01/2021
Stórfiskaskilja slær í gegn
Stórfiskaskilja slær í gegn

Stórfiskaskilja slær í gegn

Það er víða um lönd sem Íslendingar koma að sjávarútvegsmálum. Nú síðast heyrðum við af fjórum Íslendingum sem eru yfirmenn á verksmiðjutogaranum Gloria, einum af þremur verksmiðjuskipum Omanska útgerðarfélasins Al Wusta Fisheries Industries. Skipstjórar á skipinu eru Ásgeir Gíslason og Hafsteinn Stefánsson. Síðustu vikur hefur togarinn verið útbúinn með sérstaka…
02/12/2020
,,Þróunin hefur verið ævintýri líkust“
,,Þróunin hefur verið ævintýri líkust“

,,Þróunin hefur verið ævintýri líkust“

Guðmundur Gunnarsson, þróunarstjóri veiðarfæra Hampiðjunnar, lét nýlega af störfum hjá fyrirtækinu eftir rúmlega 50 ára farsælt starf á sviði veiðarfæragerðar og þróunar ýmiss konar togveiðarfæra en eflaust er hann þekktastur fyrir að hafa hannað Gloríu flottrollið sem var mikil nýjung á sínum tíma og umbylti flottrollsveiðum Íslendinga. Guðmund er því…
18/11/2020
Hæstánægður með aflabrögðin og veiðarfærin
Hæstánægður með aflabrögðin og veiðarfærin

Hæstánægður með aflabrögðin og veiðarfærin

Uppsjávarveiðiskipið Sigurður VE kom í byrjun vikunnar í fyrsta skipti til heimahafnar í Vestmannaeyjum frá því 24. júlí sl. Skipið hefur verið á makríl og síld í sumar og haust og hefur aflanum verið landað hjá Ísfélaginu á Þórshöfn. Hörður Már Guðmundsson skipstjóri er mjög ánægður með aflabrögðin, ekki síður…
09/11/2020
Nýr og öflugur Rockall kolmunnapoki
Nýr og öflugur Rockall kolmunnapoki

Nýr og öflugur Rockall kolmunnapoki

Nú fer að líða að því að útgerðaraðilar uppsjávarskipa fari að huga að kolmunnaveiðum eftir áramót.  Vertíðin hófst reyndar strax í janúar síðastliðinn vetur því loðnan var ekki í veiðanlegum mæli.  Nú standa vonir til að meira verði af loðnu og kolmunnavertíðin hefst þá einhverju seinna þegar loðnuveiðum lýkur. Kolmunnakvóti…
15/10/2020
Vírar strekktir á Cuxhaven
Vírar strekktir á Cuxhaven

Vírar strekktir á Cuxhaven

Hinn glæsilegi hátækni frystitogari Cuxhaven NC 100, sem er í eigu DFFU í Cuxhaven, kom frá Þýskalandi nýlega og lagðist að Skarfabakka við Hampiðjuna með þrjú ný togvírakefli á trolldekkinu. Togvírakeflin voru tekin í  land og vírarnir strekktir inn á togvindur skipsins með vírastrekkitæki Hampiðjunnar á Skarfabakka. Með því að…
08/10/2020
Jagger varð fyrir valinu
Jagger varð fyrir valinu

Jagger varð fyrir valinu

Ísfisktogarinn Viðey RE kom til hafnar í Reykjavík sl. miðvikudag með 180 tonna afla eftir fimm daga á veiðum á Vestfjarðamiðum. Þetta var fyrsti eiginlegi túr togarans eftir að þriðju togvindunni var bætt við en það gerir skipverjum kleift að toga með tveimur trollum samtímis. ,,Við vorum áður með Jagger 88,8…
02/10/2020
Pandalus rækjutrollið og T90 pokinn sanna gildi sín á úthafsrækjuveiðum.
Pandalus rækjutrollið og T90 pokinn sanna gildi sín á úthafsrækjuveiðum.

Pandalus rækjutrollið og T90 pokinn sanna gildi sín á úthafsrækjuveiðum.

,,Það má segja að aflinn hafi verið með skárra móti frá því í byjun júlí. Við höfum verið með 25 til 35 tonn af rækju í hverri veiðiferð og mest höfum við verið í kantinum frá Skagafjarðardjúpi og austur úr. Við erum ánægðir með veiðarfærin og sú þróun, sem hófst…
04/09/2020
Strandhreinsun Hampiðjunnar og Bláa hersins í Selvogi
Strandhreinsun Hampiðjunnar og Bláa hersins í Selvogi

Strandhreinsun Hampiðjunnar og Bláa hersins í Selvogi

Strandhreinsun Hampiðjunnar, starfsmannafélags Hampiðjunnar og Bláa hersins var haldin 29. ágúst, og í þetta skipti tók 50 manna harðsnúinn hópur starfsmanna og fjölskyldumeðlima þeirra þátt í þessum árlega viðburði. Við tókum fyrir fjöruna austan Selvogsvita og náðum að hreinsa fullkomlega rúmlega 600 metra. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðraði okkur…
31/08/2020
Endurhönnuðu dragnæturnar eru algjör snilld
Endurhönnuðu dragnæturnar eru algjör snilld

Endurhönnuðu dragnæturnar eru algjör snilld

,,Mér finnast þessar voðir vera algjör snilld og ekki spillir fyrir að það er búinn að vera mokafli í allt sumar,” segir Stefán Egilsson, skipstjóri á Agli ÍS frá Þingeyri.  Hann er einn þeirra útgerðarmanna vestfirskra dragnótabáta sem eru hæst ánægðir með dragnæturnar sem Snorri Sigurhjartarson veiðarfærameistari og rekstrarstjóri Hampiðjunnar…
11/08/2020
Tveggja trolla veiðar Akureyjar AK ganga vel
Tveggja trolla veiðar Akureyjar AK ganga vel

Tveggja trolla veiðar Akureyjar AK ganga vel

Ísfisktogarinn Akurey AK hefur nú lokið sinni annarri veiðiferð eftir að þriðja togspilinu og nýjum grandaravindum var komið fyrir. Þetta gerir skipverjum kleift að toga samtímis með tveimur trollum og er búnaðurinn farinn að virka fullkomlega. Verkið vegna tveggja trolla veiðanna var unnið af Stálsmiðjunni Framtaki í Hafnarfjarðarhöfn.   ,,Framkvæmdir…
14/07/2020
Kvikklínur auka verðmæti, afköst og skutrennu öryggi.
Kvikklínur auka verðmæti, afköst og skutrennu öryggi.

Kvikklínur auka verðmæti, afköst og skutrennu öryggi.

,,Ég er mjög ánægður og ef eitthvað er fór árangurinn fram úr mínum björtustu vonum. Gæði aflans eru meiri og menn eru nú mun sneggri að afgreiða trollið en þeir voru áður. Vinna við skutrennu núna er hverfandi miðað við það sem áður var og áhöfnin gæti ekki verið ánægðari.”Þetta…
04/06/2020
Blái herinn og Hampiðjan starfa saman
Blái herinn og Hampiðjan starfa saman

Blái herinn og Hampiðjan starfa saman

Gerður hefur verið samstarfssamningur á milli Hampiðjunnar og Bláa hersins um hreinsun á rusli í fjörum landsins. Samkvæmt samningnum styrkir Hampiðjan Bláa herinn um 2,4 milljónir króna árlega með mánaðarlegum greiðslum. Tómas J. Knútsson, stofnandi Bláa hersins, fagnar samkomulaginu og segir aðkomu Hampiðjunnar tryggja að Blái herinn geti áfram starfað…
28/05/2020
HAMPIÐJAN SENDIR ÚTGERÐARFÉLAGI AKUREYRINGA HF HAMINGJUÓSKIR
HAMPIÐJAN SENDIR ÚTGERÐARFÉLAGI AKUREYRINGA HF HAMINGJUÓSKIR

HAMPIÐJAN SENDIR ÚTGERÐARFÉLAGI AKUREYRINGA HF HAMINGJUÓSKIR

Hampiðjan óskar Útgerðarfélagi Akureyringa og áhöfninni á Harðbaki EA 3 til hamingju með nýjan og glæsilegan hátækni togbát til ísfiskveiða og árnar þeim  heilla og fengsældar í framtíðinni. Á myndinni sést Hjörtur Valsson skipstjóri á Harðbaki með skipsklukku frá Hampiðjunni sem Hermann Guðmundsson rekstrarstjóri Hampiðjunnar á Akureyri afhenti honum þegar áhöfn…
14/05/2020
Enn einn reynsluboltinn ráðinn til Hampiðjunnar
Enn einn reynsluboltinn ráðinn til Hampiðjunnar

Enn einn reynsluboltinn ráðinn til Hampiðjunnar

Jónas Þór Friðriksson hefur verið ráðinn sölustjóri neta og tóga hjá Hampiðjunni. Jónas Þór var áður sölustjóri togveiðideildar hjá Ísfelli um 20 ára skeið en feril sinn hóf hann hjá Netagerðinni Ingólfi þar sem hann lærði netagerð og starfaði um 14 ára skeið.,,Ég er spenntur og ánægður með að vera…
05/05/2020
Starfsemi á nýju netaverkstæði að komast í fullan gang
Starfsemi á nýju netaverkstæði að komast í fullan gang

Starfsemi á nýju netaverkstæði að komast í fullan gang

Starfsemi nýs og glæsilegs netaverkstæðis Hampiðjunnar í Neskaupstað er að komast í fullan gang, en vinna hófst í húsinu þann 23. janúar sl. Jón Einar Marteinsson, rekstrarstjóri Hampiðjunnar í Neskaupstað, segist alsæll með nýju aðstöðuna og starfsemin fari svo sannarlega vel af stað. Nýja húsið er gríðarleg framför frá því…
25/03/2020
Byrjar í nýja starfinu að hætti sjómanna
Byrjar í nýja starfinu að hætti sjómanna

Byrjar í nýja starfinu að hætti sjómanna

Einar Pétur Bjargmundsson var nýlega ráðinn sölustjóri veiðarfæra hjá Hampiðjan Ísland við hlið Kristins Gestssonar skipstjóra og Magnúsar Guðlaugssonar veiðarfærameistara.  Einar er menntaður vélstjóri og hóf  störf fyrir um 30 árum hjá Haraldi Böðvarssyni hf. sem síðan sameinaðist Granda hf. undir nafninu HB Grandi hf. og varð síðar Brim hf.…
09/03/2020
Hampiðjan í Neskaupstað flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði
Hampiðjan í Neskaupstað flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði

Hampiðjan í Neskaupstað flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði

,,Það kann að hljóma eins og klisja en sannleikurinn er sá að þetta nýja hús gjörbreytir allri starfsemi til hins betra.  Að því leyti er það bylting fyrir okkur,“ segir Jón Einar Marteinsson, veiðarfærameistari og rekstrarstjóri Hampiðjunnar í Neskaupstað, en starfsemi hófst í nýju og glæsilegu húsi félagsins 23. janúar…
06/02/2020
Prima tóg og net
Prima tóg og net

Prima tóg og net

Fyrir um tveim árum var hönnuð ný gerð af ofurtógi undir nafninu Prima og skemmst er frá því að segja að þessum nýju ofurtógum var virkilega vel tekið og vinsældirnar hafa vaxið hratt. Tógið er framleitt úr ofurþráðum frá DSM en það fyrirtæki framleiðir einnig Dyneema sem er uppistaðan í…
06/01/2020
Mikilvægi þessara ferða fer bara vaxandi
Mikilvægi þessara ferða fer bara vaxandi

Mikilvægi þessara ferða fer bara vaxandi

- segir Jón Oddur Davíðsson um árlega ferð Hampiðjunnar í tilraunatankinn í Hirtshals.,,Við vorum um 45 talsins að þessu sinni. Gestirnir komu víða að eða frá Írlandi, Rússlandi og Portúgal og svo auðvitað héðan frá Íslandi. Tankferðin gekk mjög vel og mörg áhugaverð veiðarfæri voru skoðuð að þessu sinni. Botntrollin…
18/12/2019
Nýr og vandaður vörulisti ásamt vefsölu
Nýr og vandaður vörulisti ásamt vefsölu

Nýr og vandaður vörulisti ásamt vefsölu

Vöruúrval Hampiðjunnar í veiðarfærum  og efnum til veiðarfæragerðar hefur aldrei verið meira en nú enda hafa margar nýjar vörur verið þróaðar undanfarna mánuði.  Í vörulistanum má finna allar gerðir botn- og flottrolla Hampiðjunnar ásamt pokum, nótum og víraþjónustu.    Nýi vörulistinn gefur afar gott yfirlit yfir allar þessar vörutegundir og…
11/12/2019
Breytir öllu varðandi innfjarðarækjuveiðarnar
Breytir öllu varðandi innfjarðarækjuveiðarnar

Breytir öllu varðandi innfjarðarækjuveiðarnar

,,Ég á aðeins til eitt orð yfir þessa menn, Snorra og Hermann. Þeir eru snillingar eins og sést best á hönnun og þróun þessa fjögurra byrða DynIce kvikklínu þvernetspokans. Tilkoma hans breytir öllu varðandi innfjarðarrækjuveiðarnar hér í Ísafjarðardjúpi. Það er vonum seinna að sett er reglugerð, sem skyldar notkun þessa…
28/11/2019
Veiðarfæraráðstefna í tilraunatanknum í Hirtshals
Veiðarfæraráðstefna í tilraunatanknum í Hirtshals

Veiðarfæraráðstefna í tilraunatanknum í Hirtshals

Nú styttist óðum í hina árlegu ráðstefnu Hampiðjan Ísland í tilraunatankinn í Norðursjávarmiðstöðinni í Hirtshals í Danmörku. Ferðin mun standa dagana 26. til 30. nóvember nk. og að sögn Jóns Odds Davíðssonar, framkvæmdastjóra Hampiðjan Ísland, vill svo skemmtilega til að rétt 40 ár eru liðin frá fyrstu skipulögðu kynningarferðinni  fyrir…
24/10/2019
JAGGER Nýtt og gjörbreytt botntroll frá Hampiðjunni
JAGGER Nýtt og gjörbreytt botntroll frá Hampiðjunni

JAGGER Nýtt og gjörbreytt botntroll frá Hampiðjunni

Ný útfærsla af  gjörbreyttu 88,4 metra Bacalaotrolli hefur gert það gott að undanförnu. Meðal þeirra sem notað hafa Bacalao troll um langt skeið, eru skipstjórar á nýjasta ísfisktogaranum Viðey RE, sem sjávarútvegsfyrirtækið Brim gerir út frá Reykjavík.  Það var því við hæfi að fá skipstjórana, þá Jóhannes Ellert Eiríksson (Elli)…
10/10/2019
800 tonna síldarhal í nýtt Gloríuflottroll
800 tonna síldarhal í nýtt Gloríuflottroll

800 tonna síldarhal í nýtt Gloríuflottroll

,,Þetta var fyrsta halið með nýja trollinu og það er ekki hægt að segja að byrjunin sé amaleg. Við náðum ekki að toga í nema klukkutíma vegna þess hve skörp innkoman í trollið var og þegar við hífðum þá voru 800 tonn af síld í pokanum,“ segir Gísli Runólfsson, skipstjóri…
13/09/2019
Alhliða botntroll sem reynst hefur frábærlega
Alhliða botntroll sem reynst hefur frábærlega

Alhliða botntroll sem reynst hefur frábærlega

,,Viðhaldslítið alhliða troll, sem er létt í drætti og tekur vel fisk,“ er það fyrsta sem Víði Jónssyni, skipstjóra á frystitogaranum Kleifabergi RE, kemur í hug þegar hann er beðinn að lýsa T90 Hemmertrollinu frá Hermanni H. Guðmundssyni, netagerðarmeistara og rekstrarstjóra Hampiðjunnar á Akureyri og hans mönnum. Yfirburða árangurKleifaberg er…
05/09/2019
Mikil ánægja með skálmapokann
Mikil ánægja með skálmapokann

Mikil ánægja með skálmapokann

,,Við höfum notað nýja skálmapokann frá Hampiðjunni frá því í vor og reynslan af notkun pokans er einstaklega góð. Fiskurinn fer spriklandi niður í móttökuna og þar er strax gert að honum. Gæði aflans hafa aukist til muna og í vinnslunni er okkur sagt að það sjáist ekki munur á…
20/06/2019
Fínstilling trollpoka – aukin skilvirkni
Fínstilling trollpoka – aukin skilvirkni

Fínstilling trollpoka – aukin skilvirkni

Eiríkur Jónsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Akurey RE, hefur um árabil unnið náið með veiðarfærahönnuðum Hampiðjunnar með það að markmiði að auka skilvirkni togveiðarfæranna. Fyrir vikið hafa Eiríkur og hans menn reynt margs konar troll útfærslur fyrstir manna. Um þetta er fjallað í aprílblaði Hook & Net. mag.hookandnet.com og birtist greinin…
03/06/2019
Ást við fyrstu hlerasýn
Ást við fyrstu hlerasýn

Ást við fyrstu hlerasýn

,,Við erum mjög hrifnir af þessum nýju toghlerum og eftir að hafa prófað þá vorum við skipstjórarnir sammála um að við yrðum að halda þeim. Eftir að hafa rætt við útgerðarmennina var ákveðið að kaupa hlerana og þeir fara því ekki annað.“Þetta segir Valur Pétursson sem er skipstjóri á frystitogaranum…
24/04/2019
Mjög góð reynsla af T90 trollpokanum með DynIce kvikklínunum
Mjög góð reynsla af T90 trollpokanum með DynIce kvikklínunum

Mjög góð reynsla af T90 trollpokanum með DynIce kvikklínunum

,,Reynslan af notkun T90 makrílpokans, sem felldur er á DynIce kvikklínurnar, er mjög góð og það á jafnt við um veiðar á makríl og síld. Okkar reynsla er sú að fiskurinn gengur mun hraðar aftur í trollpokann og lifir mun lengur í þessum poka en í öðrum gerðum og það…
05/03/2019
Allur fiskur lifandi úr trollinu.
Allur fiskur lifandi úr trollinu.

Allur fiskur lifandi úr trollinu.

,,Við fengum þessa nýju fjögurra byrða skálmapoka í fyrrahaust. Reynslan af notkun þeirra er mjög góð. Við notuðum skálmapoka hér áður fyrr en það var fyrst árið 2013 að við fengum nýjan trollpoka með T90 neti og DynIce kvikklínum. Þeir voru fjögurra byrða og skiluðu umtalsvert betra hráefni en menn…
28/01/2019
Hafa góða reynslu af Gloríuflottrollunum
Hafa góða reynslu af Gloríuflottrollunum

Hafa góða reynslu af Gloríuflottrollunum

,,Það hefur sennilega verið árið 1999 að við byrjuðum að nota Gloríutroll til veiða á uppsjávarfiski og við erum nú með fjögur mismunandi troll af þessarri gerð meðal okkar helstu veiðarfæra. Reynslan hefur verið mjög góð og veiðihæfnin gerist ekki betri.“ Þetta segir Tómas Kárason, annar skipstjóra uppsjávar- veiðiskipsins Beitis…
17/01/2019
Fjögurra trolla veiðitækni fyrir fiskiskip framtíðarinnar
Fjögurra trolla veiðitækni fyrir fiskiskip framtíðarinnar

Fjögurra trolla veiðitækni fyrir fiskiskip framtíðarinnar

Margt forvitnilegt bar fyrir augun í nýafstaðinni ferð Hampiðjunnar og gesta í tilraunatankinn í Norðursjávarmiðstöðinni í Hirtshals í Danmörku. Þar á meðal var fjögurra trolla veiðitækni fyrir rækjuveiðar sem Cosmos Trawl í Hirtshals hefur hannað en fyrirtækið er eitt hlutdeildarfélaga Hampiðjunnar. Var helmingur af nýja fjórtrollinu sýndur í tilraunatanknum og…
03/01/2019
Rekstur Hampiðjunnar á Íslandi sameinaður í einu félagi.
Rekstur Hampiðjunnar á Íslandi sameinaður í einu félagi.

Rekstur Hampiðjunnar á Íslandi sameinaður í einu félagi.

Á árinu gekk Hampiðjan hf. frá kaupum á öllu hlutafé í dótturfélaginu Fjarðanetum. Tilgangur kaupanna var að undirbúa flutning á starfsemi Hampiðjunnar á Íslandi í eitt félag.  Nafni Fjarðarneta verður breytt í Hampiðjan Ísland ehf. og sá hluti starfsemi Hampiðjunnar sem snýr að veiðarfæragerð, sölu og þjónustu á Íslandi verður…
27/12/2018
Tankferðin tókst vel að vanda
Tankferðin tókst vel að vanda

Tankferðin tókst vel að vanda

,,Ferðin gekk mjög vel og ég held ég geti fullyrt með vissu að það var almenn ánægja með það hvernig til tókst. Trollin frá Hampiðjunni og dótturfélaginu Fjarðaneti voru í aðalhlutverki þessa þrjá daga í tankinum og menn voru sammála um að það er mjög mikilvægt fyrir skipstjórnarmenn að sjá…
17/12/2018
Hagkvæmari gerð botntrollshlera frá Thyborøn
Hagkvæmari gerð botntrollshlera frá Thyborøn

Hagkvæmari gerð botntrollshlera frá Thyborøn

Danski hleraframleiðandinn Thyborøn Trawldoors hefur hannað nýja gerð svokallaðra semi-pelagic toghlera. Miklar vonir eru bundnar við þessa nýju hönnun því skverkrafturinn er meiri með minni togmótstöðu. Nýju Bluestream hlerarnir eru af gerðinni 23 Thyborøn semi-pelagic  og eru þeir þróaðir með reynsluna af 14 gerðinni. Vonir framleiðenda eru að þessir kraftmiklu…
29/11/2018
Mar Wear í vaxandi sókn á íslenskum markaði
Mar Wear í vaxandi sókn á íslenskum markaði

Mar Wear í vaxandi sókn á íslenskum markaði

Fyrirtækið Mar Wear flutti nýlega höfuðstöðvar sínar frá Grindavík að Skarfabakka 4 í Reykjavík. Það gerðist í kjölfar kaupa Hampiðjunnar á meirihluta í félaginu Voot Beita ehf., eiganda Mar Wear, en undir nafni þess síðarnefnda er framleiddur samnefndur sjó- og fiskvinnslufatnaður auk þess sem Mar Wear selur vörur frá samstarfsaðilum…
13/11/2018
Mjög ánægður með Hemmer botntrollin
Mjög ánægður með Hemmer botntrollin

Mjög ánægður með Hemmer botntrollin

,,Ég get ekki verið annað en ánægður með árangurinn eftir að skipt var yfir í Hemmer botntroll. Ég hafði góða reynslu af notkun trolls sem heitir Seastar, og byrjaði með það og eitt Hemmertroll eftir að við fengum nýja skipið. Það kom fljótlega á daginn að Hemmertrollið þarfnaðist miklu minna…
29/10/2018
Mjög mikilvægur vettvangur kynningar og skoðanaskipta
Mjög mikilvægur vettvangur kynningar og skoðanaskipta

Mjög mikilvægur vettvangur kynningar og skoðanaskipta

Dagana 28. til 30. nóvember nk. efnir Hampiðjan til hinnar árlegu kynningar félagsins á framleiðsluvörum sínum og dótturfyrirtækja í tilraunatanknum í Norðursjávarmiðstöðinni í Hirtshals í Danmörku. Ferð sem þessi er árlegur þáttur í starfsemi Hampiðjunnar en markmiðið er að sýna skipstjórnarmönnum hvernig togveiðarfæri fara í sjó við sem raunverulegastar aðstæður.…
14/09/2018
Öll skipin á úthafskarfaveiðunum með Gloríu flottroll
Öll skipin á úthafskarfaveiðunum með Gloríu flottroll

Öll skipin á úthafskarfaveiðunum með Gloríu flottroll

,,Þetta gekk mjög vel. Rússneska áhöfnin var mjög fljót að ná tökum á veiðarfærinu og það gekk hnökralaust fyrir sig. Eins og gengur þurfti að stilla toghlerana og annan búnað og þegar það var búið, gekk allt eins og í sögu og við lentum fljótlega í ágætri veiði.“Þetta segir Sæmundur…
16/05/2018
Fyrsta skóflustungan tekin að nýju netaverkstæði Fjarðanets
Fyrsta skóflustungan tekin að nýju netaverkstæði Fjarðanets

Fyrsta skóflustungan tekin að nýju netaverkstæði Fjarðanets

Merkilegur áfangi var í sögu Fjarðanets í gær en þá var fyrsta skóflustungan tekin að nýju netaverkstæði fyrirtækisins í Neskaupstað. Það voru þeir Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Fjarðanets, Steindór Björnsson og Jón Bjarnason, sem eru fyrrum verkstjórar  hjá Fjarðaneti og Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar í Neskaupstað, sem tóku fyrstu skóflustunguna. Báðir…
09/05/2018
Hampiðjan styrkir stöðu sína á austurströnd Kanada
Hampiðjan styrkir stöðu sína á austurströnd Kanada

Hampiðjan styrkir stöðu sína á austurströnd Kanada

Fyrir skömmu var gengið frá kaupum Hampiðjunnar Group á veiðarfærahluta kanadíska fyrirtækisins North Atlantic Marine Services & Supply (NAMSS). Kaupin eru í nafni dótturfyrirtækisins  Hampidjan Canada, en með þeim styrkir félagið verulega stöðu sína á veiðarfæramarkaðnum á austurströnd landsins.Að sögn Hjartar Erlendssonar, forstjóra Hampiðjunnar, fylgja í kaupunum þrjú netagerðarverkstæði NAMSS. …
23/03/2018
Laxeldið leitar nýrra próteingjafa
Laxeldið leitar nýrra próteingjafa

Laxeldið leitar nýrra próteingjafa

Þetta segir Einar Skaftason, veiðarfærahönnuður hjá Hampiðjunni, en dagana 6. til 8. mars sl. sat hann ráðstefnu sem þróunarsjóðurinn Innovasjon Norge gekkst fyrir í Björgvin í Noregi. Á ráðstefnunni hélt Einar erindi um tilraunaveiðar Íslendinga á gulldeplu og laxsíld en Hampiðjan tók þátt í þróun veiðarfæra fyrir þessar veiðar í…
16/03/2018
Sparar mikinn tíma og vinnu
Sparar mikinn tíma og vinnu

Sparar mikinn tíma og vinnu

Allir togarasjómenn kannast við það vandamál sem getur fylgt því að setja nýja togvíra á tromlurnar á togspilunum. Það  getur  stundum tekið nokkra daga að fá vírana til að sitja rétt undir hentugu álagi og sjaldnast hefur gefist nema eitt tækifæri til að fá allt til að ganga upp. Með…
26/02/2018
Nýsköpunarverðlaun
Nýsköpunarverðlaun

Nýsköpunarverðlaun

Creditinfo veitti Hampiðjunni í gær sérstök verðlaun fyrir nýsköpun í rótgrónu fyrirtæki.  Þessi verðlaun eru aðalverðlaun Creditinfo og sem þau veita á hverju ári við hátíðlega athöfn í Hörpu. Við þökkum kærlega fyrir heiðurinn sem okkur er sýndur með þessu og lítum á þetta sem hvatningu til að gera enn…
25/01/2018
Fræðslu– og kynnisferðir Hampiðjunnar í tilraunatankinn í rúman aldarfjórðung
Fræðslu– og kynnisferðir Hampiðjunnar í tilraunatankinn í rúman aldarfjórðung

Fræðslu– og kynnisferðir Hampiðjunnar í tilraunatankinn í rúman aldarfjórðung

,,Eins og venjulega heppnaðist þessi ferð mjög vel og ég varð ekki var við annað en að þátttakendur hafi verið ánægðir með skipulagið og það sem fyrir augu og eyru bar. Það var sömuleiðis einkar ánægjulegt fyrir okkur að fá tækifæri til að hitta alla þessa menn og kynnast þeim…
15/12/2017
Reynslubolti ráðinn til Hampiðjunnar
Reynslubolti ráðinn til Hampiðjunnar

Reynslubolti ráðinn til Hampiðjunnar

Kristinn Gestsson skipstjóri hefur verið ráðinn sölumaður veiðarfæra hjá Hampiðjunni. Kristinn, sem var til skamms tíma skipstjóri á frystitogaranum Þerney RE, segir að nýja starfið leggist vel í sig enda fái hann tækifæri til að halda tengslum við það líf sem hann hafi lifað og hrærst í. Hann þekki vel…
23/11/2017
Jón Oddur nýr markaðs- og sölustjóri veiðarfæra
Jón Oddur nýr markaðs- og sölustjóri veiðarfæra

Jón Oddur nýr markaðs- og sölustjóri veiðarfæra

Jón Oddur Davíðsson, iðnrekstrarfræðingur og upplýsingatæknistjóri Hampiðjunnar, hefur verið ráðinn í stöðu markaðs-og sölustjóra veiðarfæradeildar Hampiðjunnar. Jón Oddur er enginn nýgræðingur hjá Hampiðjunni. Hann starfaði sem sölumaður kaðla og neta hjá fyrirtækinu á árunum 1987 til 1990 og var ráðinn til Hampiðjunnar að nýju árið 1999 til að hafa umsjón…
01/11/2017
HAMPIÐJAN SENDIR SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKINU SAMHERJA HF HAMINGJUÓSKIR
HAMPIÐJAN SENDIR SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKINU SAMHERJA HF HAMINGJUÓSKIR

HAMPIÐJAN SENDIR SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKINU SAMHERJA HF HAMINGJUÓSKIR

Hampiðjan óskar sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja og
 áhöfninni á Björgu EA 7  til hamingju með nýjan og glæsilegan hátækni
ísfisktogara og árnar þeim  heilla og fengsældar í framtíðinni.
30/10/2017
Blængur gerir það gott með nýja H-toppinn
Blængur gerir það gott með nýja H-toppinn

Blængur gerir það gott með nýja H-toppinn

Nýja Advant trollnetið  frá Hampiðjunni sem kynnt var fyrr á árinu hefur reynst vel sem botntrollsnet og umsagnir skipstjónarmanna um nýja Dyneema  netið hafa verið afar jákvæðar.Bjarni Hjálmarsson skipstjóri á frystitogaranum Blæng  segir  að þeir  hafi  prófað nýja netið í stærri útfærslu af H-toppnum frá Fjarðaneti, dótturfyrirtæki Hampiðjunnar á Akureyri,…
16/10/2017
TANKFERÐ HAMPIÐJUNNAR Í TILRAUNATANKINN Í HIRTSHALS, 28. NÓVEMBER TIL 2. DESEMBER 2017
TANKFERÐ HAMPIÐJUNNAR Í TILRAUNATANKINN Í HIRTSHALS, 28. NÓVEMBER TIL 2. DESEMBER 2017

TANKFERÐ HAMPIÐJUNNAR Í TILRAUNATANKINN Í HIRTSHALS, 28. NÓVEMBER TIL 2. DESEMBER 2017

Dagana 28 nóvember til 2.  desember nk. mun Hampiðjan standa fyrir hinni árlegu kynningu sinni á veiðarfærum fyrirtækisins í tilraunatanknum í Nordsjcenter í Hirtshals í Danmörku. Auk kynningar á því hvernig veiðarfærin virka við sem raunverulegastar aðstæður verða haldnir fyrirlestrar um þróun í gerð veiðarfæra og kynntar nýjungar í flottrollum,…
05/10/2017
Hampiðjan sendir Útgerðarfélagi Akureyringa hf hamingjuóskir
Hampiðjan sendir Útgerðarfélagi Akureyringa hf hamingjuóskir

Hampiðjan sendir Útgerðarfélagi Akureyringa hf hamingjuóskir

Hampiðjan óskar Útgerðarfélagi Akureyringa og áhöfninni á Kaldbaki EA 1  til hamingju með nýjan og glæsilegan hátækni ísfisktogara og árnar þeim  heilla og fengsældar í framtíðinni.
26/08/2017
Hampiðjan sendir sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja hf hamingjuóskir
Hampiðjan sendir sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja hf hamingjuóskir

Hampiðjan sendir sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja hf hamingjuóskir

Hampiðjan óskar sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja hf og áhöfninni á Björgúlfi EA 312  til hamingju með nýjan og glæsilegan hátækni ísfisktogara og árnar þeim  heilla og fengsældar í framtíðinni.
11/08/2017
Afskaplega ánægður með nýja makríltrollið.
Afskaplega ánægður með nýja makríltrollið.

Afskaplega ánægður með nýja makríltrollið.

„Við eru á leið á  Grænlandsmið“, sagði Jón Axelsson skipstjóri á Álsey VE-2 eftir að hafa landað 450  tonnum af stórum og góðum makríl á Þórhöfn í síðustu viku. Við fengum þann afla eftir einungis 6 tíma  veiði á miðunum við Vestmannaeyjar. „Það hefur gengið afskaplega vel með nýja 1440…
08/08/2017
VEIÐIFERÐ MEÐ F/V MEKHANIK KOVTUN
VEIÐIFERÐ MEÐ F/V MEKHANIK KOVTUN

VEIÐIFERÐ MEÐ F/V MEKHANIK KOVTUN

Sæmundur Árnason fór í 20 daga veiðiferð sem tæknilegur ráðgjafi með hinu fullkomna veiði- og vinnsluskipi F/V MEKHANIK KOVTUN þar sem þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið kaupir makíl flottrollsbúnað frá Hampiðjunni.  Skipið er í eigu rússneska útgerðarfyrirtækisins Murmansk Trawl Fleet PJSC og var smíðað í Vigo á Spáni …
31/07/2017
Skipstjóri bætist í hóp starfsmanna Hampiðjunnar.
Skipstjóri bætist í hóp starfsmanna Hampiðjunnar.

Skipstjóri bætist í hóp starfsmanna Hampiðjunnar.

Nýlega var Sæmundur Árnason skipstjóri ráðinn til starfa í veiðarfæradeild Hampiðjunnar á Íslandi. Sæmundur kemur frá Ólafsfirði. Hann er kvæntur og þriggja barna faðir. Hann hefur starfað um árabil sem skipstjóri og stýrimaður á togurum. Sæmundur hefur þar af leiðandi mikla reynslu í notkun veiðarfæra bæði við botntroll- og flottrollsveiðar.…
27/07/2017
Skarpari kjörhæfni úr fjögurra byrða þvernetspokum
Skarpari kjörhæfni úr fjögurra byrða þvernetspokum

Skarpari kjörhæfni úr fjögurra byrða þvernetspokum

Pófanir í tanki Áframhaldandi  samstarf Hafrannsóknastofnunarinnar, HB-Granda og Hampiðjunnar við rannsóknir á virkni þvernetspoka með DynIce QuickLine kerfinu héldu áfram  sl. vor.  Poki í rækjuriðli var mældur í tilraunatanki í Canada í samvinnu með þarlenda háskólastofnun (Fisheries and Marine Institute of Memorial University of Newfoundland). Að sögn Haraldar Arnar Einarssonar,…
14/07/2017
Nýbyggingin í Eyjum tilbúin í sumar
Nýbyggingin í Eyjum tilbúin í sumar

Nýbyggingin í Eyjum tilbúin í sumar

,,Það hefur verið mjög góður gangur í framkvæmdunum eftir að dönsku iðnaðarmennirnir komu til Eyja og byrjuðu að reisa stálgrindina í nýbygginguna. Stálgrindin er komin upp og búið er að reisa þakið en það er ótalmargt eftir. Nýbyggingin ætti þó að vera tilbúin til notkunar í sumar,“ segir Ingi Freyr…
03/05/2017
Ótrúlega góð reynsla af DynIce togtaugunum
Ótrúlega góð reynsla af DynIce togtaugunum

Ótrúlega góð reynsla af DynIce togtaugunum

Í þessari viku eru liðin nákvæmlega tíu ár síðan togskipið Vestmannaey VE var útbúið með DynIce togtaugum í stað hefðbundinna togvíra. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir reynsluna af taugunum ótrúlega góða og þeim verði ekki skipt út fyrir víra á meðan hann ráði einhverju um útbúnað skipsins.Það var ekkert sjálfgefið…
24/03/2017
Fengu fullfermi án þess að vera með nótina um borð
Fengu fullfermi án þess að vera með nótina um borð

Fengu fullfermi án þess að vera með nótina um borð

Grænlenska loðnuskipið Qavak er nú í sinni fjórðu veiðiferð á miðunum út af Snæfellsjökli. Áhöfnin, 14 manns, er að hluta skipuð íslendingum. Þar með er skipstjórinn, Gylfi Viðar Guðmundsson, en hann er einn af eigendum  Hugins VE 55 og alla jafnan  skipstjóri á því skipi á móti Guðmundi Hugin Guðmundssyni.…
08/03/2017
Nótin er mitt uppáhaldsveiðarfæri
Nótin er mitt uppáhaldsveiðarfæri

Nótin er mitt uppáhaldsveiðarfæri

Heimaey VE er nú á leið á loðnumiðin við Reykjanes eftir að hafa landað 2.000 tonnum af loðnu á Þórshöfn í dag og í gær. Að sögn Ólafs Einarssonar skipstjóra fékkst loðnan um 20 sjómílur fyrir vestan Vestmannaeyjar.Heimaey komst í fréttirnar á dögunum fyrir risastórt kast á loðnumiðunum rétt út…
03/03/2017
T90 pokinn eykur aflaverðmætið umtalsvert
T90 pokinn eykur aflaverðmætið umtalsvert

T90 pokinn eykur aflaverðmætið umtalsvert

,,Við vorum líklega þeir fyrstu sem reyndu þennan nýja trollpoka fyrir Hampiðjuna og reynslan var það góð að við höfum notað T90 pokann á makríl- og síldveiðum alfarið í nokkur undanfarin ár,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á uppsjávarveiðiskipinu Víkingi AK sem HB Grandi gerir út. Albert segir að upphaflega hafi…
24/02/2017
Netagerðin verður áfram sérstakt iðnnám
Netagerðin verður áfram sérstakt iðnnám

Netagerðin verður áfram sérstakt iðnnám

,,Þessi ákvörðun menntamálaráðherra er sérstakt gleðiefni fyrir fagið því það er ekki langt síðan að rætt var um að leggja þetta nám niður á framhaldsskólastigi,“ segir Guðmundur Gunnarsson, löggiltur netagerðarmeistari og þróunarstjóri veiðarfæra hjá Hampiðjunni. Ákvörðunin sem Guðmundur vísar til er sú að menntamálaráðuneytið hefur samþykkt námskrá netagerðar, sem er…
16/02/2017
Hampiðjan opnar söluskrifstofu í Murmansk
Hampiðjan opnar söluskrifstofu í Murmansk

Hampiðjan opnar söluskrifstofu í Murmansk

Á dögunum opnaði Hampiðjan Rússland söluskrifstofu í Murmansk. Sergey Kiselev hefur verið ráðinn til að veita skrifstofunni forstöðu en hans helsta hlutverk verður að selja veiðarfæri frá Hampiðjunni og dótturfélögum til rússneskra útgerða og sjá um nauðsynlega þjónustu. Söluskrifstofan er til húsa á besta stað í byggingu Murmansk Trawl Fleet…
03/02/2017
Aflaverðmæti fyrir 3,5 milljarða króna á tíu mánuðum
Aflaverðmæti fyrir 3,5 milljarða króna á tíu mánuðum

Aflaverðmæti fyrir 3,5 milljarða króna á tíu mánuðum

Danska uppsjávarveiðiskipið Ruth kom til Færeyja fyrir helgina með um 2.600 tonn af makríl að verðmæti um 20 milljóna DKK eða jafnvirði tæplega 330 milljóna íslenskra króna. Þetta er afrakstur fyrstu veiðiferðar ársins en frá því að skipið var afhent nýtt í mars í fyrra hefur það aflað um 27.000…
18/01/2017
Spennandi nýjungar kynntar í tankferð Hampiðjunnar
Spennandi nýjungar kynntar í tankferð Hampiðjunnar

Spennandi nýjungar kynntar í tankferð Hampiðjunnar

,,Það gekk mjög vel líkt og venjulega í þessum ferðum. Að þessu sinni voru gestir okkar um 75 talsins frá tíu þjóðlöndum. Þátttaka íslenskra skipstjóra var mjög góð og betri en oftast áður. Fyrir það erum við sérstaklega þakklátir,“ segir Haraldur Árnason hjá Hampiðunni en félagið stóð á dögunum fyrir…
22/12/2016
Jólakveðja
Jólakveðja

Jólakveðja

Hampiðjan sendir viðskiptavinum sínum og starfsfólki um allan heim bestu kveðjur með ósk um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
22/12/2016
Nýtt nótahótel nánast uppbókað næstu tíu árin
Nýtt nótahótel nánast uppbókað næstu tíu árin

Nýtt nótahótel nánast uppbókað næstu tíu árin

Á dögunum var nýtt 800 fermetra nótahótel Cosmos Trawl, dótturfyrirtækis Hampiðjunnar í Danmörku, formlega opnað. Í húsinu er rými fyrir átta nætur af stærstu gerð og þegar er búið að leigja nást allt geymslurýmið næstu tíu árin. ,,Þetta er framtíðin. Útgerðarmenn vilja geyma þessi verðmætu  veiðarfæri við bestu aðstæður innandyra,…
22/11/2016
Byltingarkennd nýjung – DynIce Power Warps
Byltingarkennd nýjung – DynIce Power Warps

Byltingarkennd nýjung – DynIce Power Warps

Undanfarin ár hefur verið unnið að því að þróa frekar DynIce Warp togtaugarnar með því  að bæta inn rafmagnsleiðurum í nýja gerð sem fá þá nafnið  DynIce Power Warp.   Í miðju ofurtogtaugarinnar er skermaður samása (co-axial)  leiðari sem getur flutt merki eða rafmagn og utan um hann eru síðan 6-8…
09/11/2016
TANKFERÐ HAMPIÐJUNNAR Í TILRAUNATANKINN Í HIRTSHALS 6.-9. DESEMBER 2016
TANKFERÐ HAMPIÐJUNNAR Í TILRAUNATANKINN Í HIRTSHALS 6.-9. DESEMBER 2016

TANKFERÐ HAMPIÐJUNNAR Í TILRAUNATANKINN Í HIRTSHALS 6.-9. DESEMBER 2016

Dagana 6. til 9. desember nk. mun Hampiðjan standa fyrir hinni árlegu kynningu sinni á veiðarfærum fyrirtækisins í tilraunatanknum í Norðursjávarmiðstöðinni Nordsjöcenter í Hirtshals í Danmörku. Auk kynningar á því hvernig veiðarfærin virka við sem raunverulegastar aðstæður verða haldnir fyrirlestrar um þróun í gerð veiðarfæra og kynntar nýjungar í flottrollum,…
26/10/2016
Farsæl reynsla af DynIce togtaugum í heilan áratug:
Farsæl reynsla af DynIce togtaugum í heilan áratug:

Farsæl reynsla af DynIce togtaugum í heilan áratug:

,,Sumir töldu það hreina firru að hengja rándýr veiðarfæri aftan í einhverja spotta“Í þessum mánuði eru tíu ár liðin frá því að Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri á Hugin VE 55, tók 2 x 730 metra af 36 mm DynIce togtaugum um borð í skipið og reyndi þær í yfirborðsveiði á…
22/09/2016
Fyrsta skiptið sem togvírarnir raðast 100% rétt
Fyrsta skiptið sem togvírarnir raðast 100% rétt

Fyrsta skiptið sem togvírarnir raðast 100% rétt

,,Þetta er bráðnauðsynlegt tæki og ég skil það hreinlega ekki hvernig maður fór eiginlega að hér áður fyrr. Það er ekki eins og maður hafi ekki tekið nýja togvíra um borð fyrr en þetta er í fyrsta skiptið sem þeir raðast rétt inn á spiltromlurnar. Munurinn er ótrúlegur og allt…
26/08/2016
Framkvæmdir við stækkun netaverkstæðis að hefjast í Eyjum
Framkvæmdir við stækkun netaverkstæðis að hefjast í Eyjum

Framkvæmdir við stækkun netaverkstæðis að hefjast í Eyjum

Útibú Hampiðjunnar í Vestmannaeyjum var opnað í mars sl. og  verslun með útgerðarvörur hafin á staðnum í byrjun apríl. Þar er hægt að fá allar helstu rekstrarvörur vegna veiðarfæra og hífibúnaðar auk hlífðarfatnaðar og flotgalla svo nokkur dæmi séu nefnd.“Þá er stefnt  að því að stækkun á húsnæði netaverkstæðisins geti…
17/08/2016
Komin leið til að flokka lifandi smáfisk frá á toginu?
Komin leið til að flokka lifandi smáfisk frá á toginu?

Komin leið til að flokka lifandi smáfisk frá á toginu?

Tilraunir til veiða á karfa með því að nota svokallaðan T-90 trollpoka frá Fjarðaneti á Akureyri, sem er dótturfyrirtæki Hampiðjunnar á Íslandi, við veiðarnar lofa svo sannarlega góðu. Svo virðist sem pokinn skilji út smáan karfa í umtalsverðu magni og árangurinn sé sambærilegur við tilraunir, sem fóru fram á vegum…
01/07/2016
Nýja 3072 m Glorían svínvirkaði í dreifðum úthafskarfa
Nýja 3072 m Glorían svínvirkaði í dreifðum úthafskarfa

Nýja 3072 m Glorían svínvirkaði í dreifðum úthafskarfa

,,Að sögn skipstjórans svínvirkaði nýja 3072 m Gloríu úthafskarfatrollið, sérstaklega í dreifðum fiski, þá fékk hann mun meira en aðrir á svæðinu. Það kom áhöfninni skemmtilega á óvart hve vel þeim gekk að eiga við þetta stóra veiðarfæri í brælum og hve létt var að snúa skipinu með það úti.…
16/06/2016
Sjómannadagurinn
Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn

Af því tilefni sendir Hampiðjan sjómönnum og fjölskyldum þeirra um land allt hátíðarkveðjur. Til hamingju með daginn.
03/06/2016
Vel heppnuð sjávarútvegssýning í Brussel 2016
Vel heppnuð sjávarútvegssýning í Brussel 2016

Vel heppnuð sjávarútvegssýning í Brussel 2016

Að undanförnu hafa starfsmenn Hampiðjunnar unnið úr þeim viðbrögðum sem framleiðsluvörur fyrirtækisins fengu á sjávar-útvegssýningunni í Brussel í Belgíu dagana 26. til 28. apríl 2016.Að sögn Haraldar Árnasonar, sölu og markaðsstjóra veiðarfæra hjá Hampiðjunni, var sýningin góð og þátttakan skilaði fyllilega því sem að var stefnt. „Þetta er ein stærsta…
19/05/2016
Nýjung í togveiðitækni frá dótturfélagi Hampiðjunnar
Nýjung í togveiðitækni frá dótturfélagi Hampiðjunnar

Nýjung í togveiðitækni frá dótturfélagi Hampiðjunnar

Fyrir nokkru var nýtt uppsjávarveiðiskip, Ruth, afhent samnefndu útgerðarfélagi í Hirtshals í Danmörku. Skipið er 87,80 metra langt og 16,60 metra breitt, smíðað hjá Karstensen skipasmíðastöðinni, og hið fyrsta sinnar gerðar sem útbúið er til að draga tvö flottroll samtímis. Veiðarfærin eru frá Cosmos Trawl, dótturfélagi Hampiðjunnar í Danmörku, og…
04/05/2016
Netaverkstæði Hampiðjunnar opnað í Eyjum
Netaverkstæði Hampiðjunnar opnað í Eyjum

Netaverkstæði Hampiðjunnar opnað í Eyjum

Fyrr í þessum mánuði var nýtt netaverkstæði Hampiðjunnar tekið í notkun í Vestmannaeyjum. Verkstæðið er til húsa að Kleifum 6 á Eiðinu og þar er jafnframt starfrækt verslun. Húsnæðið er nú tæpir 400 fermetrar að flatarmáli en eftir stækkun, sem ráðgerð er í sumar, verður það tæplega 1.100 fermetrar. Hampiðjan…
11/03/2016
Hampiðjan meðal sýnenda í Boston
Hampiðjan meðal sýnenda í Boston

Hampiðjan meðal sýnenda í Boston

Sjávarútvegssýningarnar Seafood Expo North America og Seafood Processing North America verða haldnar í Boston 6. til 8. mars n.k. Hampiðjan mun taka þátt í sýningarhaldinu og verður starfsemi félagsins og framleiðsluvörur kynntar á sýningarsvæðinu. Að sögn Guðbjarts Þórarinssonar, markaðs- og sölustjóra verður Hampiðjan á bás 2065 með Íslandsstofu og Sjávarklasanum. Guðbjartur…
04/03/2016
Mettúr upp á 1,1 milljarð króna
Mettúr upp á 1,1 milljarð króna

Mettúr upp á 1,1 milljarð króna

Sigurgeir Pétursson, skipstjóri á verksmiðjutogaranum Tai An, gerir það ekki endasleppt á veiðum í suðurhöfum því í síðustu viku kom togarinn til hafnar í Ushuaia, syðst í Argentínu, með afla að verðmæti um 1.100 milljóna íslenskra króna eftir 56 daga á veiðum. Afli upp úr sjó nam um 7.100 tonnum.…
01/02/2016
Til hamingju með nýjan og glæsilegan Beiti NK 123
Til hamingju með nýjan og glæsilegan Beiti NK 123

Til hamingju með nýjan og glæsilegan Beiti NK 123

Nýtt og glæsilegt uppsjávarskip, Beitir NK 123, bættist í flota Síldarvinnslunnar hf. og Norðfirðinga á Þorláksmessu. Þá sigldi skipið í fyrsta sinn inn Norðfjörðinn til heimahafnar í Neskaupstað. Það var svo til sýnis sunnudaginn 27. desember sl. Hinn nýi Beitir var smíðaður í skipasmíðastöðinni Western Baltija í Klaipeda í Litháen…
12/01/2016
Víkingur AK-100, hið nýja uppsjávarskip HB Granda
Víkingur AK-100, hið nýja uppsjávarskip HB Granda

Víkingur AK-100, hið nýja uppsjávarskip HB Granda

Nýjasti veiðarfærabúnaður frá Hampiðjunni„Hið nýja og glæsilega skip HB Granda, fjölveiðiskipið Víkingur AK-100 sem kom til landsins fyrir jól, er búið öllum nýjustu veiðarfærum sem Hampiðjan hefur upp á að bjóða,“ segir Haraldur Árnason markaðs- og sölustjóri veiðarfæradeildar Hampiðjunnar í samtali við heimasíðuna.Þrjú Gloríu flottroll og flottrollspokar Veiðarfærin sem keypt…
06/01/2016
Meira en 70 þátttakendur í tankferð Hampiðjunnar
Meira en 70 þátttakendur í tankferð Hampiðjunnar

Meira en 70 þátttakendur í tankferð Hampiðjunnar

,,Þátttakendur voru óvenju margir að þessu sinni eða rúmlega 70 talsins frá tíu þjóðlöndum. Það er greinilega mjög mikill áhugi á helstu framleiðsluvörum Hampiðjunnar og ferðin heppnaðist eins og best verður á kosið.“Þetta segir Haraldur Árnason, sölu- og markaðsstjóri veiðarfæra hjá Hampiðjunni. Starfsmenn hönnunar- og veiðarfæradeildar fyrirtækisins höfðu veg og…
22/12/2015
Jafnari fiskur og bætt hráefnisgæði
Jafnari fiskur og bætt hráefnisgæði

Jafnari fiskur og bætt hráefnisgæði

Helstu niðurstöður kjöhæfnismælingar á T90 þorskpokanum með DynIce QuicklínukerfinuSamkvæmt niðurstöðum rannsókna Haraldar Einarssonar fiskifræðings varðandi kjörhæfnimælingar á T90 þorskpoka með DynIce Quicklínukerfinu frá Hampiðjunni, eru kostirnir við að nota slíkan poka umtalsvert meiri miðað við venjulegan tveggja byrða þorskpoka. Rannsóknirnar fóru fram um borð í ísfisktogaranum Helgu Maríu AK fyrir…
08/12/2015
Kostir DynIce togtauganna eru ótvíræðir
Kostir DynIce togtauganna eru ótvíræðir

Kostir DynIce togtauganna eru ótvíræðir

,,Við höfum notað DynIce togtaugar frá Hampiðjunni frá árinu 2009 og ég held að ég geti fullyrt að við séum með meiri reynslu af notkun þessara togtauga en nokkur annar. Það er margsannað að fjárhagslega koma þær miklu betur út en nokkrir togvírar og það er bara einn af fjölmörgum…
19/11/2015
Terta í trollpokann
Terta í trollpokann

Terta í trollpokann

Það má segja að áhöfnin á ísfisktogaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni AK hafi fengið rjómatertu í veiðarfærin fyrir nokkru en þá kom Guðmundur Gunnarsson, þróunarstjóri veiðarfæra hjá Hampiðjunni, um borð og færði skipverjum myndarlega tertu fyrir brottför skipsins frá Reykjavík. Tilefnið var að undanfarin tvö ár hefur áhöfnin á Sturlaugi náð…
05/11/2015
TANKFERÐ HAMPIÐJUNNAR Í TILRAUNATANKINN Í HIRTSHALS 9.-11. DESEMBER 2015
TANKFERÐ HAMPIÐJUNNAR Í TILRAUNATANKINN Í HIRTSHALS 9.-11. DESEMBER 2015

TANKFERÐ HAMPIÐJUNNAR Í TILRAUNATANKINN Í HIRTSHALS 9.-11. DESEMBER 2015

Dagana 9. til 11. desember nk. mun Hampiðjan standa fyrir hinni árlegu kynningu sinni á veiðarfærum fyrirtækisins í tilraunatanknum í Nordsjcenter í Hirtshals í Danmörku. Ferðin í tilraunatankinn í  hefur verið fastur liður í starfsemi Hampiðjunnar um árabil. Auk kynningar á því hvernig veiðarfærin virka við sem raunverulegastar aðstæður verða…
30/10/2015
Góður gangur á DanFish sjávarútvegssýningunni í Álaborg
Góður gangur á DanFish sjávarútvegssýningunni í Álaborg

Góður gangur á DanFish sjávarútvegssýningunni í Álaborg

Góður gangur á DanFish sjávarútvegssýningunni í Álaborg,,Ég er mjög ánægður með sýninguna, hún er sú besta að mínu mati fram að þessu. Það er áætlað að um 14.000 gestir hafi sótt sýninguna í ár og þar af var um fjórðungurinn erlendis frá. Framleiðsluvörur okkar vöktu mikla athygli og þá ekki…
19/10/2015
Hampiðjan valin í First North 25 vísitöluna
Hampiðjan valin í First North 25 vísitöluna

Hampiðjan valin í First North 25 vísitöluna

Við erum stolt að segja frá því að Hampiðjan hefur verið valin eitt íslenskra fyrirtækja inní nýju First North 25 vísitöluna. Kjörið tækifæri til að smella mynd af blómstrandi Orkideum sem við fengum að gjöf frá Kauphöllinni og í faðmi stuðningsfólks Bleiku Slaufunnar í tilefni dagsins ! Þakkir til Kauphallarinnar…
16/10/2015
Fróðlegt myndband um DynIce Data höfuðlínukapalinn
Fróðlegt myndband um DynIce Data höfuðlínukapalinn

Fróðlegt myndband um DynIce Data höfuðlínukapalinn

Nú er aðgengilegt myndband sem á afar fróðlegan og greinagóðan hátt sýnir yfirburði DynIce Data höfuðlínukapalsins í samanburði við notkun á hefðbundnum stál höfuðlinukapli.  Myndbandið er hér fyrir neðan og eins og sagt er þá er sjón sögu ríkari.  Það er bara rúmar 3 mínútur að lengd og skemmtilegt áhorfs.…
06/10/2015
Nýjungar frá Hampiðjunni og dótturfyrirtækjum á DanFish
Nýjungar frá Hampiðjunni og dótturfyrirtækjum á DanFish

Nýjungar frá Hampiðjunni og dótturfyrirtækjum á DanFish

Dótturfyrirtæki Hampiðjunnar í Danmörku, Cosmos Trawl og Nordsøtrawl, verða bæði meðal þátttakenda á DanFish International sjávarútvegssýningunni í Álaborg að þessu sinni en þar munu þau kynna starfsemi sína og ýmsar nýjungar sem m.a. eru frá Hampiðjunni. DanFish International verður haldin dagana 7. til 9. október nk. Skráðir þátttakendur, fyrirtæki og…
02/10/2015
Fróðlegt myndband um DynIce togtaugar
Fróðlegt myndband um DynIce togtaugar

Fróðlegt myndband um DynIce togtaugar

Fróðlegt myndband um DynIce togtaugar                                                Nú er aðgengilegt myndband sem á afar fróðlegan og greinagóðan hátt sýnir yfirburði DynIce togtauganna í samanburði við notkun á hefðbundnum togvír.  Myndbandið er hér fyrir neðan og eins og sagt er þá er sjón sögu ríkari.  Það er bara rúmar 5 mínútur…
24/09/2015
Frábær árangur með Gloríu HS1600 á F/V MEKHANIK S. AGAPOV
Frábær árangur með Gloríu HS1600 á F/V MEKHANIK S. AGAPOV

Frábær árangur með Gloríu HS1600 á F/V MEKHANIK S. AGAPOV

Hinu nýja, fullkomna og glæsilega uppsjávarfiskiskipi rússneska útgerðarfyrirtækisins Robinzon sem ber nafnið F/V MEKHANIK S. AGAPOV hefur gengið afburða vel að undanförnu með nýjan Gloríu 1600HS flottrollsbúnað frá Hampiðjunni, við makrílveiðar í Smugunni. Skipið var tekið í notkun 2014 og er engin smásmíði. Það er 115 metra langt og 20…
16/09/2015
Glæsilegt netaverkstæði Nordsøtrawl í Thyborøn
Glæsilegt netaverkstæði Nordsøtrawl í Thyborøn

Glæsilegt netaverkstæði Nordsøtrawl í Thyborøn

Nýtt og glæsilegt netaverkstæði Nordsøtrawl í Thyborøn í Danmörku var tekið formlega í notkun í síðustu viku að viðstöddum fjölda gesta. Nýja verkstæðið er í 2.600 fermetra byggingu og þar af eru 200 fermetrar nýttir sem skrifstofuhúsnæði.   Veiðarfærafyrirtækið Cosmos Trawl í Danmörku á 80% hlut í Nordsötrawl en Cosmos…
28/08/2015
Nýja 1760-4Wide Gloríuflottrollið vekur verðskuldaða athygli
Nýja 1760-4Wide Gloríuflottrollið vekur verðskuldaða athygli

Nýja 1760-4Wide Gloríuflottrollið vekur verðskuldaða athygli

Mjög góður árangur hefur náðst á makrílveiðum með nýrri gerð Gloríu flottrolls frá Hampiðjunni. Nýja trollið nefnist 1760-4Wide og var það notað af fjórum uppsjávarveiðiskipum í fyrra. Fréttir af aflasæld þess hafa síðan orðið til þess að þrjú skip til viðbótar hafa notað 1760- 4Wide Gloríutrollið í sumar og hefur…
20/08/2015
Stærðarstillanlegir hlerar frá Thyborøn​​
Stærðarstillanlegir hlerar frá Thyborøn​​

Stærðarstillanlegir hlerar frá Thyborøn​​

Stærðarstillanlegir hlerar frá Thyborøn​​ Ný gerð toghlera frá Thyborøn í Danmörku, er komin í notkun á Íslandi og Grænlandi. Heiti hlerana er T20 eða ,,FLIPPER“ og eru þessir hlerar nýjung að því leyti að minnka má yfirborð þeirra um allt að 17% frá fullri stærð með því að færa til…
06/08/2015
Góður liðsauki til Hampiðjunnar
Góður liðsauki til Hampiðjunnar

Góður liðsauki til Hampiðjunnar

Guðbjartur Þórarinsson og Einar Skaftason voru nýlega ráðnir í stjórnunarstöður hjá Hampiðjunni. Einar mun m.a. hafa með höndum að þróa ný togveiðarfæri og Guðbjartur verður sölu- og marksstjóri útgerðarvörudeildar Hampiðjunnar. Einar er 39 ára, í sambúð og á eina dóttur. Hann er skipstjórnarmenntaður og árið 2011 útskrifaðist hann með BS…
29/07/2015
Venus NS 150 – nýjustu og fullkomnustu veiðarfærin
Venus NS 150 – nýjustu og fullkomnustu veiðarfærin

Venus NS 150 – nýjustu og fullkomnustu veiðarfærin

„Hið nýja og glæsilega skip HB Granda, fjölveiðiskipið Venus NS 150, er búið öllum nýjustu og fullkomnustu veiðarfærum sem Hampiðjan hefur upp á að bjóða,“ segir Haraldur Árnason markaðs- og sölustjóri veiðarfæradeildar. „Veiðarfærin frá Hampiðjunni sem keypt voru fyrir Venus NS eru Gloria 2048 Elipsa sem hentar afar vel til…
23/07/2015
Hækkandi rækjuverð eykur sölu á rækjutrollum
Hækkandi rækjuverð eykur sölu á rækjutrollum

Hækkandi rækjuverð eykur sölu á rækjutrollum

Hækkandi rækjuverð eykur sölu á rækjutrollumNýlega var gengið frá sölu á tíu nýjum rækjutrollum frá Cosmos Trawl, dótturfélagi Hampiðjunnar í Danmörku, til tveggja norskra útgerðarfyrirtækja. Mikill hugur er í útgerðarmönnum norskra rækjutogara fyrir rækjuvertíðina í Barentshafi, sem hefst nú í vor, enda hefur verð á iðnaðarrækju aldrei verið hærra. Að…
09/04/2015
Mikil ánægja með nýju trollpokana frá Hampiðjunni
Mikil ánægja með nýju trollpokana frá Hampiðjunni

Mikil ánægja með nýju trollpokana frá Hampiðjunni

Frá því í byrjun ársins hefur áhöfnin á Sturlaugi H. Böðvarssyni AK notað nýja gerð af fjögurra byrða trollpoka frá Hampiðjunni með mjög góðum árangri. Eiríkur Jónsson skipstjóri segir í samtali við heimasíðuna að nýju trollpokarnir séu mun meðfærilegri en eldri gerðir poka, þeir dragi úr slysahættu á dekki og…
01/04/2015
Mikið að gera í nótaviðgerðum hjá Hampiðjunni
Mikið að gera í nótaviðgerðum hjá Hampiðjunni

Mikið að gera í nótaviðgerðum hjá Hampiðjunni

Mikið að gera í nótaviðgerðum hjá Hampiðjunni ,,Munurinn nú í samanburði við fyrri ár er sá helstur að veðrið hefur verið miklu verra og sjólag erfiðara. Skipin eru orðin stærri, veiða í verra veðri en áður og ekki bætir úr skák sá skammi tími sem menn hafa til stefnu þegar…
16/03/2015
Nýtt netaverkstæði tekið í notkun í sumar
Nýtt netaverkstæði tekið í notkun í sumar

Nýtt netaverkstæði tekið í notkun í sumar

Nýtt netaverkstæði tekið í notkun í sumarVegna stóraukinna umsvifa danska veiðarfæraframleiðandans Nordsötrawl AS i Thyborön er nú í byggingu 2.600 fermetra verksmiðjuhúsnæði sem verður tekið í notkun í sumar. Mun nýbyggingin að stærstum hluta nýtast sem aukið rými fyrir veiðarfæraframleiðsluna en þar verða einnig skrifstofur fyrirtækisins. Fjallað er um þetta…
06/03/2015
Loðnuvertíðin hafin fyrir alvöru
Loðnuvertíðin hafin fyrir alvöru

Loðnuvertíðin hafin fyrir alvöru

Loðnuvertíðin hafin fyrir alvöruSíðustu daga hefur verið annríki hjá starfsmönnum netaverkstæðis Hampiðjunnar í Reykjavík enda virðist loðnuvertíðin vera hafin fyrir alvöru. Fjöldi skipa veiðir nú loðnu í grunnnætur austur undir Hornafirði og önnur eru sem óðast að skipta djúpnótunum út og taka grunnnæturnar um borð. Faxi RE var í höfn…
19/02/2015
Hampiðjan stofnar sölufyrirtæki í Ástralíu
Hampiðjan stofnar sölufyrirtæki í Ástralíu

Hampiðjan stofnar sölufyrirtæki í Ástralíu

Hampiðjan stofnar sölufyrirtæki í Ástralíu Hampiðjan hefur ákveðið að stofna sölufyrirtæki í Brisbane á austurströnd Ástralíu til að sinna þörfum markaðarins fyrir net, kaðla og ofurtóg.   Um árabil hefur Hampiðjan rekið fyrirtækið Hampidjan New Zealand á tveim stöðum á Nýja Sjálandi og hefur það fyrirtæki selt inn á ástralska markaðinn.…
11/02/2015
Jón Ásbjörn Grétarsson
Jón Ásbjörn Grétarsson

Jón Ásbjörn Grétarsson

Jón Ásbjörn Grétarsson Jón Ásbjörn Grétarsson fæddist 5. janúar 1965. Hann lést 17. desember 2014. Útför Jóns fór fram 5. janúar 2015. Í dag kveðjum við Jón Ásbjörn Grétarsson, veiðarfærahönnuð og náinn samstarfsmann okkar í Hampiðjunni undanfarna áratugi. Jón Ásbjörn hóf störf í sumarbyrjun 1989 og átti því 25 ára…
12/01/2015
Hampiðjan kynnti margar nýjungar í Hirtshals – ómetanlegt að sýna veiðarfæranýjungar í tilraunatönkum
Hampiðjan kynnti margar nýjungar í Hirtshals – ómetanlegt að sýna veiðarfæranýjungar í tilraunatönkum

Hampiðjan kynnti margar nýjungar í Hirtshals – ómetanlegt að sýna veiðarfæranýjungar í tilraunatönkum

Ómetanlegt að sýna veiðarfæranýjungar í tilraunatönkum   Árleg desemberferð Hampiðjunnar til Hirtshals í Danmörku er nýlokið og þóttist takast frábærlega. Margar nýjungar voru kynntar. Ferðin er þó ekki síst til þess að styrkja tengsl við viðskiptavini.Betra og breiðara makríltroll minnkar meðaflaHampiðjan var við tilraunatankinn í Hirtshals í Danmörku þann 3.-5.…
19/12/2014
Þjónusta heimaflotann á Nýfundnalandi
Þjónusta heimaflotann á Nýfundnalandi

Þjónusta heimaflotann á Nýfundnalandi

Þjónusta heimaflotann á Nýfundnalandi Meðal dótturfyrirtækja Hampiðjunnar erlendis er Hampiðjan Canada sem staðsett er við Spánverjaflóa (Spaniards Bay) á Nýfundnalandi eða réttara sagt Nýfundnalandi – Labrador eins og fylkið heitir núna. Fyrirtækið byggir á gömlum grunni og starfsemin snýst um að sjá útgerðarfyrirtækjum í landshlutanum fyrir veiðarfærum og þjónustu. Að…
11/12/2014
Fjölmenni í ferð Hampiðjunnar í tilraunatankinn í Hirtshals
Fjölmenni í ferð Hampiðjunnar í tilraunatankinn í Hirtshals

Fjölmenni í ferð Hampiðjunnar í tilraunatankinn í Hirtshals

Fjölmenni í ferð Hampiðjunnar í tilraunatankinn í Hirtshals Búist er við því að allt að 70 manns taki þátt í árlegri kynningarferð Hampiðjunnar til Hirtshals í Danmörku þetta árið en líkt og venjulega verður virkni veiðarfæra fyrirtækisins og dótturfélaga kynnt í tilraunatankinum í Nordsjöcenter. Ferðin stendur yfir dagana 3. til…
24/11/2014
Hampiðjan hf. eignast 45% hlut í netaverkstæðinu Sílnet í Færeyjum.
Hampiðjan hf. eignast 45% hlut í netaverkstæðinu Sílnet í Færeyjum.

Hampiðjan hf. eignast 45% hlut í netaverkstæðinu Sílnet í Færeyjum.

Hampiðjan hf. eignast 45% hlut í netaverkstæðinu Sílnet í Færeyjum. Hampiðjan hefur ásamt útgerðafélaginu P/f Varðin í Syðri Götu í Færeyjum keypt 90% hlut í netaverkstæðinu Spf Sílnet í Klaksvik á Borðey.  Seljendur eru stofnandinn Kristian Sofus og tveir meðeigendur hans.  Kristian heldur eftir 10% hlut og starfar áfram hjá fyrirtækinu…
13/11/2014
Algjör hending að sjá smáan fisk í aflanum
Algjör hending að sjá smáan fisk í aflanum

Algjör hending að sjá smáan fisk í aflanum

,,Algjör hending að sjá smáan fisk í aflanum“ ,,Við notum þennan trollpoka þegar við erum á þorskveiðum og hann hefur fyrir löngu sannað gildi sitt. Möskvarnir haldast betur opnir en í  hefbundnum pokum og fyrir vikið sleppur mestallur smáfiskur út úr pokanum. Það er a.m.k. algjör hending að sjá smáfisk…
05/11/2014
Öll veiðarfærin í nýjasta skipi danska flotans frá Cosmos Trawl í Danmörku
Öll veiðarfærin í nýjasta skipi danska flotans frá Cosmos Trawl í Danmörku

Öll veiðarfærin í nýjasta skipi danska flotans frá Cosmos Trawl í Danmörku

Öll veiðarfærin í nýjasta skipi danska flotans frá Cosmos Trawl í  Danmörku Nýjasta og eitt glæsilegasta uppsjávarveiðiskip danska flotans Astrid S 246 var afhent sænskum og dönskum eigendum sínum, Astrid Fiskeri A/S, í lok júlímánaðar sl. Veiðar hófust skömmu síðar og hafa þær gengið mjög vel en öll veiðarfærin eru…
29/10/2014
Mikil umsvif hjá dótturfyrirtæki Hampiðjunnar á Írlandi
Mikil umsvif hjá dótturfyrirtæki Hampiðjunnar á Írlandi

Mikil umsvif hjá dótturfyrirtæki Hampiðjunnar á Írlandi

Mikil umsvif hjá dótturfyrirtæki Hampiðjunnar á Írlandi Meðal góðra gesta á nýafstaðinni sjávarútvegssýningu í Kópavogi voru Martin Howley stjórnarformaður og Evelyn Cassidy framkvæmdastjóri frá írska veiðarfæraframleiðandanum Swan Net Gundry Ltd. sem er með höfuðstöðvar í Killybegs á vesturströnd Írlands. Fyrirtækið, sem varð til við samruna Swan Net Ltd. og veiðarfæraframleiðandans…
15/10/2014
Kraftinnkoma í Gloríuna á Glettinganesflaki
Kraftinnkoma í Gloríuna á Glettinganesflaki

Kraftinnkoma í Gloríuna á Glettinganesflaki

Kraftinnkoma í Gloríuna á Glettinganesflaki Það hljóp á snærið í orðsins fyllstu merkingu hjá áhöfninni á Berki NK í síðustu veiðiferðinni áður en hlé var gert á veiðum vegna Íslensku sjávarútvegssýningarinnar. Börkur var þá að síldveiðum á Glettinganesflaki og á aðeins einum tíma nam innkoman í Gloríu Helix 1600 m…
09/10/2014
80 ára afmælinu fagnað á Íslensku sjávarútvegssýningunni
80 ára afmælinu fagnað á Íslensku sjávarútvegssýningunni

80 ára afmælinu fagnað á Íslensku sjávarútvegssýningunni

80 ára afmælinu fagnað á Íslensku sjávarútvegssýningunni Íslenska sjávarútvegssýningin verður haldin í Smáranum í Kópavogi dagana 25. til 27. september nk. Líkt og fyrr verður Hampiðjan með veglegan sýningarbás í aðalbyggingu Smárans en fyrirtækið hefur tekið þátt í öllum íslensku sjávarútvegssýningunum frá því að sú fyrsta var haldin í Laugardalshöllinni…
24/09/2014
Hampiðjan verðlaunuð á Íslensku sjávarútvegssýningunni
Hampiðjan verðlaunuð á Íslensku sjávarútvegssýningunni

Hampiðjan verðlaunuð á Íslensku sjávarútvegssýningunni

Hampiðjan verðlaunuð á Íslensku sjávarútvegssýningunniÍslenska sjávarútvegssýningin var sett formlega í gærmorgun af Sigurði Inga Jóhannessyni, ráðherra sjávarútvegsmála. Síðdegis sama dag voru veitt verðlaun þeim fyrirtækjum sem þótt hafa skarað fram úr á sínu sviði á vettvangi íslensks sjávarútvegs. Hampiðjan var meðal verðlaunahafa og viðurkenningin fékkst í flokknum ,,Outstanding Icelandic Supplier…
24/09/2014
DynIce Data splæsið svínvirkar!
DynIce Data splæsið svínvirkar!

DynIce Data splæsið svínvirkar!

DynIce Data splæsið svínvirkar! ,,Ég var einn af þeim fyrstu til að nota DynIce data höfuðlínukapalinn. Fyrst byrjaði ég með 1.000 metra kapal en við lentum í ákveðnu slysi og kapallinn fór í sundur í miðjunni. Hampiðjumenn hafa nú þróað samsetningarsplæs fyrir DynIce Data og það endaði með því að…
18/09/2014
Nýjustu norsku skipin öll með DynIce búnað frá Hampiðjunni
Nýjustu norsku skipin öll með DynIce búnað frá Hampiðjunni

Nýjustu norsku skipin öll með DynIce búnað frá Hampiðjunni

Nýjustu norsku skipin öll með DynIce búnað frá Hampiðjunni Á sjávarútvegssýningunni NorFishing í Þrándheimi í Noregi, sem haldin var dagana 19. til 22. ágúst sl. var formlega gengið frá sölu á DynIce togtaugum og DynIce Data höfuðlínuköplum til útgerða norsku skipanna Harvest og Torbas en fyrr á árinu var sams…
08/09/2014
Sturlaugur skiptir út vír fyrir DynIce
Sturlaugur skiptir út vír fyrir DynIce

Sturlaugur skiptir út vír fyrir DynIce

Sturlaugur skiptir út vír fyrir DynIce Ísfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson AK kom til hafnar í Reykjavík í síðustu viku með tæplega 130 tonna afla sem fékkst í fjögurra daga veiðiferð á Vestfjarðamið. Þetta var fyrsta veiðiferð skipsins með DynIce togtaugar frá Hampiðjunni í stað hefðbundinna togvíra og að sögn Eiríks…
29/08/2014
Hampiðjan styrkir stöðu sína á Bandaríkjamarkaði
Hampiðjan styrkir stöðu sína á Bandaríkjamarkaði

Hampiðjan styrkir stöðu sína á Bandaríkjamarkaði

Á dögunum var gengið frá kaupum Hampidjan USA í Seattle á 65% hlut í netaverkstæðinu Swan Net USA L.L.C í Seattle USA.  Þrír stofnendur ásamt einum smærri meðeiganda hafa verið eigendur Swan Net USA frá stofnun þess félags frá árinu 1995 og keypti Hampidjan USA, sem er dótturfélag Hampiðjunnar hf.,…
20/08/2014
Hampiðjan tekur þátt í stærstu sjávarútvegssýningu heims
Hampiðjan tekur þátt í stærstu sjávarútvegssýningu heims

Hampiðjan tekur þátt í stærstu sjávarútvegssýningu heims

Hampiðjan tekur þátt í stærstu sjávarútvegssýningu heims Stærsta sjávarútvegssýning heims er nú haldin í Brussel í Belgíu. Sýningin hófst í morgun og mun hún standa fram á fimmtudag. Hampiðjan tekur nú aftur þátt í sýningunni eftir góðan árangur á síðasta ári. Fulltrúar fyrirtækisins að þessu sinni eru þeir Haraldur Árnason,…
07/05/2014
Loðnunótatúr með Ingunni AK-150
Loðnunótatúr með Ingunni AK-150

Loðnunótatúr með Ingunni AK-150

Loðnunótatúr með Ingunni AK-150 Nú þegar líður að lokum vetrarvertíðar á loðnu er ekki úr vegi að segja frá veiðiferð með einu HB Grandaskipanna, Ingunni AK-150, á vertíðinni í fyrra. Meðfylgjandi myndband og myndir segja meira en mörg orð. https://www.youtube.com/watch?v=-9CbjSKFDRU&list=UUjTLn34_xYp24mfFHRr_KyQ Vernharður Hafliðason, einn netagerðarmeistara Hampiðjunnar slóst í för með Guðlaugi…
18/03/2014
Ótvíræðir kostir við að nota flottrollshlera á botntrollsveiðum
Ótvíræðir kostir við að nota flottrollshlera á botntrollsveiðum

Ótvíræðir kostir við að nota flottrollshlera á botntrollsveiðum

Ótvíræðir kostir við að nota flottrollshlera á botntrollsveiðumMjög góð reynsla er af notkun flottrollshlera á veiðum togara með botntroll en fimm ár eru liðin frá því að þessi nýjung var reynd um borð í íslenskum togara, Barða NS frá Neskaupstað. Síðan hefur þeim fjölgað ár frá ári og nú eru…
06/03/2014
Umfangsmikil starfsemi Hampiðjunnar í Litháen
Umfangsmikil starfsemi Hampiðjunnar í Litháen

Umfangsmikil starfsemi Hampiðjunnar í Litháen

Umfangsmikil starfsemi Hampiðjunnar í Litháen-    rætt við Hjört Erlendsson, framkvæmdastjóra Hampiðjan BalticÞegar Hampiðjan hóf starfsemi í Litháen árið 2003 með kaupum á netafyrirtækinu Utzon, voru starfsmenn þess um 100 talsins.  Nafni félagsins var breytt í Hampidjan Baltic og húsnæðið rúmlega tvöfaldað með nýbyggingum og er nú 21.500 m2.  Garn- og…
25/02/2014
Nýtt gloríu flottroll: Gloría XBreið
Nýtt gloríu flottroll: Gloría XBreið

Nýtt gloríu flottroll: Gloría XBreið

Nýtt gloríu flottroll: Gloría XBreið,, Meðal nýjunga sem kynntar voru í tilraunatankinum í Hirtshals í desemberbyrjun á síðasta ári, var nýtt Gloríu 1760 m flottrolll ,,Gloría XBreið" sem sérstaklega er ætlað til veiða á makríl. Þessi nýja útfærsla er búin að vera á teikniborðinu í nokkurn tíma og er í…
12/02/2014
25 ára ,,byltingarafmæli“ í apríl nk.
25 ára ,,byltingarafmæli“ í apríl nk.

25 ára ,,byltingarafmæli“ í apríl nk.

25 ára ,,byltingarafmæli“ í apríl nk.Í apríl nk. verða liðin 25 ár frá því að fyrst var farið að nota Gloríuflottrollin frá Hampiðjunni á úthafskarfaveiðunum á Reykjaneshryggnum. Skip Sjólastöðvarinnar í Hafnarfirði voru fyrst til að fá þetta nýja ofurtroll en nafnið varð til í veiðiferð um borð í Haraldi Kristjánssyni…
04/02/2014
Velheppnuð hópferð Hampiðjunnar í tilraunatankinn í Hirtshals
Velheppnuð hópferð Hampiðjunnar í tilraunatankinn í Hirtshals

Velheppnuð hópferð Hampiðjunnar í tilraunatankinn í Hirtshals

Velheppnuð hópferð Hampiðjunnar í tilraunatankinn í HirtshalsFastur liður í starfsemi Hampiðjunnar er árleg ferð með viðskiptavinum og fulltrúum útgerðarfélaga í tilraunatankinn í Hirtshals í Danmörku. Þar eru kynntar nýjungar í veiðarfæragerð auk þess sem fulltrúar framleiðenda veiðarfæra kynna framleiðsluvörur sínar. Að þessu sinni var ferðin farin í byrjun þessa mánaðar…
20/12/2013
Thyborönhlerarnir hafa virkað óaðfinnanlega – segir Snorri Snorrason skipstjóri á Klakki SK
Thyborönhlerarnir hafa virkað óaðfinnanlega – segir Snorri Snorrason skipstjóri á Klakki SK

Thyborönhlerarnir hafa virkað óaðfinnanlega – segir Snorri Snorrason skipstjóri á Klakki SK

Thyborönhlerarnir hafa virkað óaðfinnanlega- segir Snorri Snorrason skipstjóri á Klakki SK,,Það er einstaklega gott að kasta þessum toghlerum. Þeir byrja að ,,skvera“ trollið um leið og þeir eru komnir í sjó, ólíkt mörgum öðrum hlerum sem e.t.v. fara ekki að virka fyrr en þeir eru komnir niður á allt að…
12/12/2013
Búist við fjölmenni í ferð Hampiðjunnar til Hirtshals
Búist við fjölmenni í ferð Hampiðjunnar til Hirtshals

Búist við fjölmenni í ferð Hampiðjunnar til Hirtshals

Búist við fjölmenni í ferð Hampiðjunnar til Hirtshals Dagana 4. til 6. desember nk. mun Hampiðjan standa fyrir hinni árlegu kynningu sinni á veiðarfærum fyrirtækisins í tilraunatanknum í Nordsjöcenter í Hirtshals í Danmörku. Ferðin í tilraunatankinn í Hirtshals hefur verið fastur liður í starfsemi Hampiðjunnar um árabil. Auk kynningar á…
20/11/2013
DynIce togtaugarnar frábærar í ís, krapa og kulda
DynIce togtaugarnar frábærar í ís, krapa og kulda

DynIce togtaugarnar frábærar í ís, krapa og kulda

DynIce togtaugarnar frábærar í ís, krapa og kulda– segir Jörgen Eriksen, útgerðarmaður og skipstjóri á rækjubátsins Claudiu á Grænlandi,, Við hefðum átt að vera búnir að skipta yfir í DynIce fyrir löngu. Þetta er framtíðin í nútímatogveiðum, sérstaklega við erfiðar aðstæður í Grænlandsísnum að vetrarlagi,“ segir Jörgen Eriksen, útgerðarmaður og…
14/11/2013
Ofurtaug frá Hampiðjunni notuð til að endurheimta annan mótorinn sem kom Apollo 11 til tunglsins
Ofurtaug frá Hampiðjunni notuð til að endurheimta annan mótorinn sem kom Apollo 11 til tunglsins

Ofurtaug frá Hampiðjunni notuð til að endurheimta annan mótorinn sem kom Apollo 11 til tunglsins

Ofurtaug frá Hampiðjunni notuð til að endurheimta annan mótorinn sem kom Apollo 11 til tunglsinsTæpum 44 árum eftir að Neil Armstrong steig fyrstur manna á tunglið og markaði þar með ein merkustu tímamót í mannkynssögunni fram að þessu, var öðrum af mótorunum úr Saturn V eldflauginni, sem notuð var til…
07/11/2013
Ótrúleg ending Dynex kaðla í flottrollum Þorsteins ÞH
Ótrúleg ending Dynex kaðla í flottrollum Þorsteins ÞH

Ótrúleg ending Dynex kaðla í flottrollum Þorsteins ÞH

Ótrúleg ending DynIce kaðla í flottrollum Þorsteins ÞH,,Mér datt strax í hug þegar ég las fréttina um sölu og afhendingu á þúsundasta Gloríutrollinu að velgengni þessara veiðafæra væri engin tilviljun. Þennan sama dag vorum við að ,,slátra“ 1152 metra Gloríu Helix flottrollinu okkar eftir tíu ára farsæla notkun og það…
24/10/2013
Framleiðsluvörur Hampiðjunnar vöktu mikla athygli á Danfish International
Framleiðsluvörur Hampiðjunnar vöktu mikla athygli á Danfish International

Framleiðsluvörur Hampiðjunnar vöktu mikla athygli á Danfish International

Framleiðsluvörur  Hampiðjunnar vöktu mikla athygli á Danfish InternationalMetþátttaka var á DanFish International sjávarútvegssýningunni sem haldin var í Álaborg í Danmörku dagana 9. til 11. október sl. Fyrirtæki frá meira en 20 þjóðlöndum sýndu framleiðsluvörur sínar á sýningunni og gestir voru frá meira en 40 löndum. Meðal sýnenda voru dótturfyrirtæki Hampiðjunnar…
17/10/2013
Dótturfyrirtæki Hampiðjunnar meðal sýnenda á DanFish International
Dótturfyrirtæki Hampiðjunnar meðal sýnenda á DanFish International

Dótturfyrirtæki Hampiðjunnar meðal sýnenda á DanFish International

Dótturfyrirtæki Hampiðjunnar meðal sýnenda á DanFish International Danska sjávarútvegssýningin DanFish International verður haldin í Aalborg Kongres & Kultur Center í Álaborg dagana 9. til 11. október nk. Sýningin er sú 23. í röðinni frá árinu 1974 og hefur Hampiðjan eða dótturfyrirtæki félagsins verið meðal þátttakenda lengst af þeim tíma. Að…
07/10/2013
Þúsundasta Glorían um borð í Hákon EA 148
Þúsundasta Glorían um borð í Hákon EA 148

Þúsundasta Glorían um borð í Hákon EA 148

Þúsundasta Glorían um borð í Hákon EA 148Fyrr í sumar var gengið frá samningi milli útgerðarfélagsins Gjögurs hf. og Hampiðjunnar um kaup félagsins á 1600 metra Gloríumakrílflottrolli fyrir fjölveiðiskip útgerðarinnar, Hákon EA 148. Þetta væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema vegna þess að um er að ræða…
28/08/2013
Dagskrá aðalfundar
Dagskrá aðalfundar

Dagskrá aðalfundar

14. mars 2008 Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn í fundarsal að Flatahrauni 3, Hafnarfirði, föstudaginn 14. mars 2008 og hefst kl. 16:00. Á dagskrá fundarins verða: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá,…
14/03/2008