Vorið 1934, þegar kreppan mikla var í algleymingi, stofnaði þrettán manna hópur skipstjóra og vélstjóra nýtt framleiðslufyrirtæki í Reykjavík til að framleiða trollnet, tóg og fiskilínur fyrir íslenska fiskiskipaflotann því mikill skortur var á þessum efnum til veiðarfæragerðar milli stríða. 

​Hampiðjan hefur síðan vaxið og dafnað og er nú eitt stærsta veiðarfærafyrirtæki heims.  Starfsemin er nú í 15 löndum og teygir sig frá ysta odda Alaska í vestri til Nýja Sjálands í austri.  Starfsstöðvarnar eru alls 42 í fimm heimsálfum og starfsmannafjöldinn rúmlega 1.200 manns.

Framleiðsla á netum og köðlum hefur ætið verið kjarnastarfsemi fyrirtækisins og kaðlaverksmiðjan Hampidjan Baltic er nú sú tæknilega fullkomnasta og best útbúna í heiminum.

Síðustu tvo áratugina höfum við aukið markaðsforskot okkar enn frekar með byltingarkenndum vörum og snjöllum lausnum fyrir fiskveiðar og olíuiðnað, einkum margvíslegum útfærslum á ofurtógum sem eru sterkari en stál.


Hjörtur Erlendsson
forstjóri Hampidjan Group

„Við erum staðráðin í að halda forystunni og vera þar fremst í flokki. Nær 90 ára saga okkar hefur sýnt okkur að vöruþróun og nýsköpun er lykilatriði í því að ná þessum tveimur markmiðum. Kjarninn í starfsemi okkar er stöðug og þrotlaus vöruþróun og því vita viðskiptavinir okkar að vörur og hönnun Hampiðjunnar byggir ætíð á bestu tækniþekkingu sem völ er á.“


Please fill in the below details in order to view the requested content.