Index: 0

Ríflega þreföld eftirspurn í hlutafjárútboði Hampiðjunnar

2.06.2023
  • Um 3.700 áskriftir bárust fyrir um 32,3 milljarða króna.
  • Í áskriftarbók A er útboðsgengi 120 kr. á hlut. Áskriftir upp að 500 þúsund krónum að kaupverði voru ekki skertar. Skerðing áskrifta var að öðru leyti hlutfallsleg.
  • Í áskriftarbók B er útboðsgengi 130 kr. á hlut. Skerðing áskrifta var í samræmi við skilmála útboðsins. Fjárfestar sem tilgreindu lægra útboðsgengi fengu enga úthlutun.
  • Söluandvirði nemur um 10,9 milljörðum króna.

Almennu hlutafjárútboði Hampiðjunnar hf. lauk kl. 14:00 þann 2. júní. Alls bárust um 3.700 áskriftir að andvirði um 32,3 ma.kr. sem samsvarar ríflega þrefaldri eftirspurn. Tæplega sexföld eftirspurn var eftir þeim hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók A. Tæplega þreföld eftirspurn var eftir hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók B. Útboðsgengi í áskriftarbók A var fast, 120 kr. á hlut, en í áskriftarbók B er endanlegt útboðsgengi 130 kr. á hlut.

Seldir hlutir í áskriftarbók A nema 17 milljón hlutum að söluandvirði um 2 milljarðar króna. Við úthlutun voru áskriftir almennt skertar sem nemur um 95% en þó þannig að viðmiðum gagnvart áskriftum starfsmanna Hampiðjunnar og almennum áskriftum var fylgt, líkt og stefnt var að samkvæmt skilmálum útboðsins. Seldir hlutir í áskriftarbók B nema 68 milljón hlutum að söluandvirði um 8,8 milljörðum króna. Áskriftir í áskriftarbók B voru skertar hlutfallslega sem nemur um 40%.

Heildarfjöldi seldra hluta í útboðinu nam alls 85 milljón hlutum og heildarsöluandvirði hlutafjárútboðsins nam um 10,9 milljörðum króna.

Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar:

„Það er gríðarlega ánægjulegt að finna þennan mikla áhuga fjárfesta á Hampiðjunni og bjóðum við nýja hluthafa hjartanlega velkomna í hluthafahópinn. Það eru spennandi tímar framundan og hlutafjáraukningin tryggir að okkar fyrirætlanir um endurfjármögnun Mørenot og uppbyggingu á framleiðslueiningum í Litháen, til að nýta samlegðaráhrifin sem fylgja kaupunum, gangi eftir. Hampiðjan snýr nú aftur á Aðalmarkaðinn, eftir sextán ár á First North markaðinum, sem eitt af stærstu félögum markaðarins.“

Fjárfestum verður tilkynnt um úthlutun í útboðinu eigi síðar en 5. júní.

Gjalddagi áskriftarloforða fjárfesta er 7. júní næstkomandi og er ráðgert að afhending hinna nýju hluta til fjárfesta fari fram þann 9. júní.

Stefnt er að því að viðskipti með hlutabréf félagsins á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. hefjist þann 9. júní næstkomandi, en Nasdaq Iceland hf. hefur samþykkt umsókn félagsins um töku hlutabréfanna til viðskipta án fyrirvara.

Arion banki hafði umsjón með almennu hlutafjárútboði Hampiðjunnar.

Nánari upplýsingar veita:

Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar
hjortur@hampidjan.is
Sími 664-3361

Erlendur Hjartarson, fyrirtækjaráðgjöf Arion banka
erlendur.hjartarson@arionbanki.is
Sími 694-6676

Public Offering of Hampiðjan oversubscribed over three times

  • Around 3,700 subscriptions were received for a total of ISK 32.3 billion.
  • Order Book A is allocated at a price of ISK 120 per share. Subscriptions up to ISK 500 thousand were not reduced. Subscriptions were otherwise reduced proportionally.
  • Order Book B is allocated at a price of ISK 130 per share, determined by a book-building process. Reduction of subscriptions was in line with the terms of the offering. Investors who placed subscriptions below the determined price are allocated no shares.

The public offering of Hampiðjan hf. ended at 14:00 GMT on June 2nd. A total of around 3,700 subscriptions were received for a total consideration of ISK 32.3 billion, which corresponds to over threefold oversubscription. Order Book A was oversubscribed by a factor of nearly six while Order Book B was oversubscribed by a factor of nearly three. The offering price in Order Book A is fixed at ISK 120 per share, while the offering price in Order Book B is ISK 130, determined by a book-building process.

In Order Book A, 17 million shares were allocated, corresponding to a total consideration of roughly ISK 2 billion. At allocation, subscriptions were generally reduced by around 95% while following the terms of the offering regarding treatment of subscriptions made by employees of Hampiðjan as well as general subscriptions. In Order Book B, 68 million shares were allocated, corresponding to a total consideration of roughly ISK 8.8 billion. Subscriptions in Order Book B were reduced proportionally by approximately 40%.

In total, 85 million shares were allocated in the offering, amounting to a total consideration of ISK 10.9 billion.

Hjörtur Erlendsson, CEO of Hampiðjan:

“We are extremely grateful for the significant interest investors have showed in Hampiðjan and we welcome the new shareholders to the company. There are exciting times ahead and the capital raised in the offering will allow us to refinance Mørenot and to build up the production facilities in Lithuania in order to seize the synergies related to the acquisition. Hampiðjan will now returns to the Main Market, after sixteen years on the First North Market, as one of Iceland’s largest listed companies.”

Investors will be notified of their allocation no later than June 5th.

The due date of investors‘ subscriptions will be June 7th, and the new shares are expected to be delivered on June 9th.

Hampiðjan‘s shares are expected to be admitted to trading on the Regulated Market of Nasdaq Iceland on June 9th, as Nasdaq Iceland has accepted the company‘s application without conditions.

Arion Bank served as Hampiðjan‘s advisor for the public offering.

Further information:

Hjörtur Erlendsson, CEO of Hampiðjan
hjortur@hampidjan.is
Phone: +354 664-3361

Erlendur Hjartarson, Arion Bank Corporate Finance
erlendur.hjartarson@arionbanki.is
Phone + 354 694-6676

Please fill in the below details in order to view the requested content.