Index: 0

Hampiðjan hf. selur hlut sinn í Thyboron Skibssmedie A/S

13.03.2017

Hampiðjan hf. hefur í dag selt hlut sinn í danska félaginu Tyboron Skibssmedie A/S. Söluverð hlutarins er 10 milljónir danskar krónur eða sem samsvarar 1,35 milljón evra m.v. gengi dagsins. Kaupandi er Thyboron Skibssmedie Holding ApS. Bókfært virði hlutanna hjá Hampiðjunni er 182 þúsund evrur.  Söluhagnaður Hampiðjunnar er því um 1,16 milljón evra.  Ástæða sölunnar er eindregin ósk núverandi eigenda Thyboron Skibssmedie A/S, sem allir eru starfsmenn félagsins, að eignarhaldið sé hjá starfsmönnum þess.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Hjörtur Erlendsson
forstjóri Hampiðjunnar

Sími 664 3361

Please fill in the below details in order to view the requested content.