Gerast áskrifandi

Index: 0

DYNEX verður DYNICE

3.07.2015

Frá byrjun hefur ofurtóg Hampiðjunnar verið selt undir vörumerkinu DYNEX.  Ofurtógið er mikið notað við fiskveiðar í troll, gilsa og togtaugar í stað stálvírs ásamt því að vera notað við bergmálsmælingar í olíuleit, á djúpsjávarvindur og hífistroffur fyrir olíuiðnað  og einnig fyrir keppnisseglskútur.  

Fyrir um 3 árum hófst ágreiningur milli Hampiðjunnar og fyrirtækis í Bandaríkjunum sem nefnt er Dynex/Rivett Inc. um notkun á vörunafninu en bæði fyrirtækin selja vörur til olíuiðnaðar.   

Samkomulag, í kjölfar málaferla í Austur Virginíu í Bandaríkjunum, hefur nú náðst milli fyrirtækjanna og framvegis mun Hampiðjan framleiða og selja vörur sem unnar eru úr Dyneema® þráðum undir vörumerkinu DYNICE.

Með nýja vörumerkinu er bæði vísað til ofurstyrks og þols tógsins við síbreytilegt álag og uppruna þess. DYN stendur því fyrir “dynamic” og ICE til þeirrar staðreyndar að tógið er þróað á Íslandi. 

Hampiðjan mun sem fyrr halda áfram framleiðslu og sölu á ofurtóginu undir vörumerkinu DYNICE ásamt því að slaka hvergi á í þrotlausri vinnu við við að þróa betri og fjölbreyttari vörur úr ofurefnum.

Please fill in the below details in order to view the requested content.