Gerast áskrifandi

Index: 0

Fjarstýrðir Thyborøn toghlerar

28.12.2021

Samkvæmt prófunum, sem fram fóru með hjálp áhafnar danska uppsjávarveiðiskipsins Themis S144 frá Skagen í Danmörku um  helgina fyrir jól, þá lofa nýir toghlerar frá Thyborøn mjög góðu. Hlerarnir eru af gerðinni Type 32 Bluestream og það er hægt að fjarstýra þeim úr brúnni.

 

Í tilraunum helgarinnar var prófuð fjarstýrð stjórnun á hlerunum með ágætum árangri. Við það var notaður nýr þráðlaus búnaður sem gerir mönnum kleift að stilla bilið á milli hleranna og á hvaða dýpi þeir eiga að vera.  

 

Þá var einnig prófað að ,,læsa” stillingunum þannig að hlerarnir héldu fyrirfram ákveðnu dýpi og fjarlægð sín á milli án þess að vera í stöðugu sambandi við skipið. Virkaði sú útfærsla vel í kröppum beygjum þar sem kerfið sá til þess að ytri hlerinn færi ekki upp á yfirborðið og að innri hlerinn færi heldur ekki niður á botn.

 

Fjarstýribúnaðurinn hefur enn ekki verið reyndur um borð í íslensku skipi en samskonar toghlerar hafa verið í notkun um borð í Víkingi AK frá því í haust. Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi, segist hafa reynt hlerana á síld- og loðnuveiðum og enn sem komið er séu stillingar þær sömu framan og aftan á bakstroffunum.

 


,,Ég er mjög ánægður með hlerana. Þeir hafa reynst mjög stöðugir á toginu, halda vel skverkrafti í beygjum og eru auðveldir í köstun. Þá er það mikill kostur að þegar hlerarnir koma upp á skutinn í hífingu að þá er mun auðveldara að koma þeim flötum upp í toggálgana til að lása úr þeim og hífa grandara og troll inn á flottrollsvinduna,” segir Albert Sveinsson.

Sjá frekari upplýsingar á Fésbókarsíðu Thyboron Trawldoors https://www.facebook.com/groups/trawldoors/

Please fill in the below details in order to view the requested content.