Gerast áskrifandi

Index: 0

Frábær árangur með Gloríu HS1600 á F/V MEKHANIK S. AGAPOV

16.09.2015

Hinu nýja, fullkomna og glæsilega uppsjávarfiskiskipi rússneska útgerðarfyrirtækisins Robinzon sem ber nafnið F/V MEKHANIK S. AGAPOV hefur gengið afburða vel að undanförnu með nýjan Gloríu 1600HS flottrollsbúnað frá Hampiðjunni, við makrílveiðar í Smugunni.

Skipið var tekið í notkun 2014 og er engin smásmíði. Það er 115 metra langt og 20 metra breitt og mælist tæplega 8.300 brúttótonn að stærð. Aðalvélin er 11.000 hestöfl og í áhöfninni eru 57 manns.

Dagana 28. júlí til 8. ágúst sl. slóst Aðalsteinn Snæbjörnsson, netagerðarmeistari og verkstjóri hjá Hampiðjunni og Sergey Karplyuk frá Hampiðjan Rússland í för með áhöfn rússneska frystitogarans. Markmið ferðarinnar var að fylgja eftir virkni uppsjávarveiðarfærisins ásamt tilheyrandi búnaði. Veiðiop Gloríu HS1600 flottrollsins  með 14 fermetra Thyboron  hlerum og 80m gröndurum reyndist að meðaltali vera 58 metrar lóðrétt og 160 metrar lárétt. 

Með þessum útbúnaði gengu veiðar með afbrigðum vel í samanburði við önnur skip á miðunum. Góð samvinna við skipstjóra og áhöfn hans skilaði hámarks árangri á tiltölulega skömmum tíma.

Please fill in the below details in order to view the requested content.