Gerast áskrifandi

Index: 0

Hampiðjan og viðskipti við Rússland

8.07.2022

Hampiðjan fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og þá aðför að sjálfstæðu lýðræðisríki sem á sér nú stað.  Hampiðjan hefur dregið skipulega úr viðskiptum við rússnesk útgerðarfyrirtæki, stöðvað stærstan hluta þeirra, sendir ekkert til Rússlands og leggur þannig sitt af mörkum til að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í Rússlandi.
 
Hampiðjan hefur í áratugi þjónustað rússneska viðskiptavini og til að auðvelda þau viðskipti var stofnað lítið sölufyrirtæki í Kaliningrad undir nafninu Hampidjan Russia. Starfsmenn þess fyrirtækis eru einungis tveir í Kaliningrad og einn í Murmansk og sáu þeir um frágang samninga við rússnesk útgerðarfyrirtæki.  Viðskipti voru hinsvegar beint á milli dótturfyrirtækins Hampiðjan Ísland og viðskiptamanna þarlendis.  Fyrirkomulagið hefur verið þannig að greiddur var kostnaður við rekstur skrifstofunnar frá Íslandi og hafa það verið einu tekjur rússneska sölufyrirtækisins.   Frá því í byrjun febrúar hefur ekki verið greitt til Hampidjan Russia og liggur starfsemi þess því niðri.  Engir samningar hafa verið gerðir og engin viðskipti hafa átt sér stað undanfarna mánuði.  Ekki hefur verið tekið á móti rússneskum togurum hér á Íslandi en að jafnaði hafa um 15 skip komið hér við til að fá þjónustu áður en haldið hefur verið á miðin suðvestur af íslensku landhelginni.  Allar tilvísanir til Rússlands hafa verið fjarlægðar af heimasíðum Hampiðjunnar og rússnesku heimasíðunni  hefur verið lokað.
 
Hampiðjan á dótturfyrirtæki í 15 löndum og þar á meðal í Færeyjum, Noregi, Danmörku og Spáni.  Sölum frá Danmörku til rússneskra viðskiptavina hefur verið hætt en hinsvegar fara dótturfyrirtækin í Færeyjum, Noregi og Spáni eftir stefnu stjórnvalda í hverju landi fyrir sig og í þeim löndum er þjónusta við rússnesk fiskiskip í norskum, færeyskum og spænskum höfnum undanþegin viðskiptatakmörkunum.   Sérstaklega telja stjórnvöld í Noregi það mikilvægt því Rússland og Noregur eiga landamæri saman og deila því fiskistofnum í Barentshafinu.
 
Á síðastliðnu ári námu sölur til rússneskra útgerða 4,37% af heildarveltu samstæðu Hampiðjunnar. Það var óvenjulega mikil sala því margar sölur frestuðust vegna heimsfaraldursins og komu því inn á árið 2021 í stað 2020 og því var ekki búist við að sölur þessa árs næðu árinu 2021.  Mikið af þeim viðskiptum eiga sér stað í byrjun hvers árs og var því búið að selja töluvert á þessu ári áður en innrásin hófst og koma þá áhrifin af sölusamdrætti ekki að fullu fram á yfirstandandi ári.

Please fill in the below details in order to view the requested content.