Gerast áskrifandi

Index: 0

VEIÐIFERÐ MEÐ F/V MEKHANIK KOVTUN

31.07.2017

Sæmundur Árnason fór í 20 daga veiðiferð sem tæknilegur ráðgjafi með hinu fullkomna veiði- og vinnsluskipi F/V MEKHANIK KOVTUN þar sem þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið kaupir makíl flottrollsbúnað frá Hampiðjunni. 

Skipið er í eigu rússneska útgerðarfyrirtækisins Murmansk Trawl Fleet PJSC og var smíðað í Vigo á Spáni  1994. Það er 105 metra langt og 20 metra breitt og mælist  7.805 brúttótonn að stærð. Aðalvélin er Wärtsilä 7.940 hestöfl og í áhöfninni eru 88 manns.

Við héldum af stað frá Rúnavík í Færeyjum þann 21.júní til makrílveiða í síldarsmuguna í Barentshafi. Við vorum með um borð  nýtt Gloríu Helix 1760 XW þan-flottroll með 80 metra DynIce gröndurum og nýjan T90 polyethylen þvernets poka . Flottrollshlerarnir sem notaðir voru í þessari veiðiferð eru frá Thyborön, Type 15 VF 16m2 “sagði Sæmundur. 

„Við veiddum makrílinn mest uppi við yfirborð og vorum að nota 490 til 550 metra langa togvíra á toginu. Með þessum víralengdum fengum við fjarlægð milli hleranna  um 260 metra og fjarlægð milli vængenda 170 metra. Var þá lóðrétt hæð  á höfuðlínu um 57 metrar. Við prófuðum að setja trollið niður undir 100 metra dýpi til að sjá hvernig það myndi bregðast við og það sem við sáum kom skemmtilega á óvart . Fjarlægð milli hlera jókst í um 290 metra og fjarlægð milli vængenda fór í 180 metra en lóðrétt opnun á höfuðlínu á trollinu breyttist sáralítið og var um 55 metrar. Þó svo að breiddin á trollinu væri orðin svona mikil  þá hélt trollið sér mjög vel eins og sést á myndunum.“ sagði Sæmundur.

„ Á meðan á veiðiferðinni stóð var fylgst vel með árangri annarra skipa á slóðinni, má segja að veiðin á  Mekhanik Kovtun með Gloríuna frá Hampiðjunni í samanburði við  aðra hafi verið mjög góð og í mörgum tilfellum umtalsvert betri. Þegar nýtt flottroll er tekið í notkun þarf alltaf að stilla flottrollið og hlerana saman og var áhöfnin fljót að samstilla þessa þætti enda vanir sjómenn þarna á ferð“ sagði Sæmundur.

 „Í þessari veiðiferð  notuðum við T90 polyethylen þvernetspoka með DynIce línum frá Hampiðjunni ásamt hefbundnum 8 byrða poki á öðru flottrolli skipsins. Það kom í ljós að gæðin á makrílnum sem kom úr T90 þvernetspokanum voru mun betri en hinum hefbundna 8 byrða poka og var vinnslustjórinn á Kovtun mjög ánægður með gæðin, þar sem mun minna var um að makríll væri blóðsprengdur og marinn úr pokanum. Kom þá enn og aftur í ljós kostir T90 þvernetspokans“. 

„Við óskum útgerð og áhöfn á Mekhanik Kovtun til hamingju með nýtt veiðafæri og nýja þvernetspokann og ég vil sérstaklega þakka  skipstjóra og áhöfninni fyrir samstarfið“ sagði Sæmundur Árnason, tæknilegur ráðgjafi Hampiðjunnar að lokum.

Mynd: www.valderhaug.no.

Please fill in the below details in order to view the requested content.