DynIce ÞYRLULÍNUR

Sérhannaðar DynIce þyrlulínur í stað hefðbundinna hífingarstroffa. Línan er létt, mjúk og eykur öryggi og auðveldar lyftiaðgerðir. DynIce Heliline leiðir ekki og myndar ekki neista.

Tvær grunngerðir eru fáanlegar, DynIce Heliline Compact og DynIce Heliline Canvas. Báðar línur eru splæstar á báðum endum og með þeim fylgja festaraugu úr ryðfríu stáli.

DynIce Heliline Compact er með hlífðarfléttu úr þéttu og endingargóðu Dyneema® lagi, mettuðu með sjálflýsandi fastlitarefni svo línan sé sýnilegri að næturlagi.

DynIce Heliline Canvas er varin með sterkum, skærrauðum segldúk. Segldúkinn má opna eftir endilöngu til að skoða kaðalinn inni í honum og koma fyrir ýmsum köplum ef þess þarf.

Hægt er að fá báðar gerðir DynIce Heliline kaðla í geymslupoka þar sem gerðin er greinilega merkt.

Línurnar eru álagsprófaðar og með þeim fylgja vottanir.

Please fill in the below details in order to view the requested content.