MINNSTA TOGVIÐNÁM SEM MÖGULEGT ER

Trollnetahluti (PE) hefðbundis botntrollsbúnaðar með togvírum og hlerum er u.þ.b. 50% af heildartogviðnámi togveiðarfærisins. Með því að nota helmingi grennra og jafnsterkt Dynet er hægt að búa til veiðarfæri  með 25% minna heildartogviðnámi og draga með því verulega úr eldsneytisnotkun togskipsins.
Dynet frá Hampiðjunni er búið til úr Dyneema® ofurtrefjum frá hollenska fyrirtækinu DSM. 
Styrkleiki Dynetsins sem hlutfall af þvermál er mun hærra en í sambærilegum trollnetum á veiðarfæramarkaðnum. Tognun Dynet garnsins er einungnis  3% þegar það slitnar og netið hleypur  ekki við notkun í vatni.
Dynetið er hnýtt  með tvöföldum hnútum sem kemur algjörlega í veg fyrir að hnútar dragist til  og netið  heldur þar með alveg lögun sinni.
Trollgarnið er afar vel litað/mettað, sem tryggir mikið slitþol og eykur stífni og endingu. Netið þolir útfjólublátt ljós betur en önnur trollnetaefni á markaðinum í dag.

Dynet PDF

DynIce Extreme Strength
Hnútastyrkur (kg) Garnlengd (m/kg) Garnþyngd (g/100 m) Raunþvermál (mm)
130 1.333 84 1.1
209 685 146 1.7
310 435 230 2.1
425 316 316 2.5
850 158 633 3.5
1.392 105 952 4.5
1.941 83 1.205 5.0
2.222 65 1.538 5.5

Please fill in the below details in order to view the requested content.