UMHVERFISSTEFNA

Umfang og markmið

Umhverfisstefnan er mörkuð fyrir Hampiðjuna hf. og jafnframt því að gilda fyrir móðurfyrirtækið þá verður hún stefnumarkandi fyrir dótturfyrirtæki Hampiðjunnar víða um heim.

Starfsmenn og stjórnendur innan samstæðunnar bera ábyrgð á því að kynna sér umhverfisstefnuna og vinna eftir henni.

Þessi umhverfisstefna er staðfesting á því að fyrirtækið vinnur að því markmiði að draga úr öllum neikvæðum umhverfisáhrifum af sinni daglegu starfsemi.

Starfsmenn

Auka vitund starfsmanna um umhverfismál og þýðingu þeirra.

Hvetja starfsmenn til þess að nýta sér umhverfisvænni samgöngur.

Veiðarfærahönnun

Áhersla verði á veiðarfærahönnun sem lágmarkar kolefnisspor veiðiskipa og veiðarfæratækni sem stuðlar að betra stærðar-og tegundarvali fisks.

Hanna veiðarfæraefni og veiðarfæri þannig að endurvinnsla að loknum notkunartíma verði sem auðveldust.

Endurvinnsla

Flokka allan úrgang til að lágmarka það sem fer til urðunar.

Stuðla að endurvinnslu á þeim efnum sem falla til við vinnslu á framleiðsluvörum fyrirtækisins.

Endurnýta eftir föngum pökkunarefni og umbúðir.

Draga úr pappírsnotkun og tryggja að það sem notað er af pappír skili sér til endurvinnslu.

Aðstoða útgerðaraðila og viðskiptavini við flokkun notaðra veiðarfæra og koma sem mestu af þeim til endurvinnslu.

Umhverfi

Styðja við hreinsunarstörf á ströndum og á hafi úti.

Reikna út heildstætt losun á gróðurhúsalofttegundum innan samstæðunnar og setja markmið um hlutfallslega minnkun ár hvert.

Stefna að ISO 14001 vottun móðurfyrirtækisins fyrir lok 2021 og annarra fyrirtækja innan samstæðunnar fyrir lok 2025.

Leiðir að markmiðunum

Stofna umhverfisnefnd og mun nefndin hafa það hlutverk að sinna fræðslu um umhverfismál fyrir starfsfólk Hampiðjunnar til þess að auka umhverfisvitund þeirra.

Koma á laggirnar grænu bókhaldi til að reikna kolefnisspor fyrirtækisins.

Ábyrgð

Forstjóri skal bera ábyrgð á framkvæmd umhverfisstefnunnar og endurskoðun hennar reglulega og þegar þess þarf.

Allir starfsmenn Hampiðjunnar skulu fylgja umhverfisstefnunni og hafa hana að leiðarljósi við starf sitt.

Umhverfisskýrsla

Á fyrsta ársfjórðungi hvers árs skal gefa út umhverfisskýrslu fyrir liðið ár.

Please fill in the below details in order to view the requested content.