DRÁTTARTAUGAR

DynIce dráttartaugar henta vel til dráttar í höfnum, á úthafi og við björgunaraðgerðir á sjó og landi.

DYNICE dráttartaugar hafa sama slitstyrk og togvírar í sama þvermáli en eru mun léttari og henta afar vel til dráttar í höfnum.
Dyneema® taugar voru fyrst notaðar á dráttarbátum í höfnum, en eru nú einnig notaðar við björgunarstörf og á úthafinu.

Aukið öryggi

Þar sem fléttaður kaðall er ekki með innbyggða snúningsspennu líkt og snúnir togvírar þá er mun minni hætta á slysum ef kaðallinn slitnar við notkun. Handarmeiðsli við meðhöndlun víra vegna stálvírsenda sem stingast út  hverfa því ofurtógið er alltaf mjúkt viðkomu. DYNICE dráttartaugarnar draga verulega úr bakmeiðslum vegna þess hve léttar þær eru.

DynIce Maritime2016.pdf

Please fill in the below details in order to view the requested content.