Framlengingar

Stundum er dráttatógið ekki nógu langt til að ná til hins bílsins eða næstu festingar. Þá eru DynIce framlengingar fullkomin lausn. Þær eru léttar, auðvelt er að meðhöndla þær í torfærum og þær fljóta á vatni, leðju, sandi og snjó.

DynIce 75 framlengingarnar eru plæstar með kósum úr ryðfríu stáli á hvorum enda og með krók sem auðvelt er að krækja við sitthvoru megin.   

Framlengingarnar eru ýmist með eða án Dyneema® hlífar. Án hlífarinnar er kaðallinn afar sveigjanlegur og hægt er að geyma hann í litlu geymsluhólfi. Hlífin eykur slitþol við notkun í torfærum og verndar kaðalinn fyrir leðju og sandi.

Please fill in the below details in order to view the requested content.